Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 86
Ylmarit Máls og menningaT
byrgð ýmissa manna á þeim) — en
ég er að skrifa um lifandi fólk.
En það kemur alltaf ýmislegt gott
í Novi mír. Efím Dorosj skrifar vel
um sveitirnar, hann er einn af þeim
sem ekki koma með gagnrýni eftir á
heldur gengur á undan, nemur ný
lönd. Nekrasof skrifar alltaf vel og
Kaverín — og Kazakevítsj. En ég var
ekki eins hrifinn af Bláu stílabók-
inni hans og margir aðrir. Mönnum
þykir merkilegt að þar er Zinovéf
sýndur við hlið Leníns. En Kazake-
vítsj lýsir ekki raunverulegum sam-
skiptum þeirra heldur lagar þau um
of til í hendi sér til þess að komast
betur að nútímanum. Og vel á
minnzt: á næsta ári kemur gaman-
saga eftir Tönju Esenínu, dóttur Es-
eníns, sem Meyerhold ól upp — það
verður góð bók.
— Tarúsjasafnið? (Safn nýs og
eldri skáldskapar og greina sem þá
kom út með ævintýralegum hætti í
Kalúgahéraði áður en Moskva gæfi
grænt ljós). Já — það er ágætt finnst
mér, þar er mikið eftir Tsvetaévu,
dásamlega skáldkonu. Ég var líka
mjög ánægður með Ijóðasafn henn-
ar sem kom út í Leníngrad, vel var í
það valið og það hefur áreiðanlega
góð áhrif á ungskáldin okkar. Það
tókst ver til með Pasternakúrvalið,
enda sú Súrkof um það, honum þyk-
ir ekkert vænt um Pasternak. Ekki
má heldur gleyma minningabókum
Pástovskís. Það er mjög gott fyrir
æskuna að fá þetta, það er svo margt
sem hún þekkir ekki, hún þekkti jafn-
vel Babel illa. Ég fæ sjálfur einkum
tvennskonar bréf frá lesendum um
endurminningarnar. Annarsvegar frá
gömlu fólki sem er þakklátt fyrir lýs-
ingu á því sem það lifði sjálft —
hinsvegar frá unglingum, þakklátum
fyrir fróðleik, auk þess finnst þeim
bókin sitt barátturit.
— Évtúsjenko?
— Hann hefur hæfileika, strákur-
inn, en hann er kjaftaskur. Það er
eins og vanti í hann sæmilega beina-
grind og jafnvel Babí Jar er illa gert
kvæði ...
Babí Jar er stefnt gegn Gyðinga-
hatri í hvaða mynd sem er og Évtú-
sjenko hlaut ekki beinlínis ástarkossa
fyrir það hjá hægra arminum í sov-
ézku menningarlífi. Og rétt er að
bæta enn við skýringum. Á ofan-
greindu flokksþingi hafði verið hald-
ið uppi harðri pólitískri gagnrýni á
Stalín og ýmsa samábyrgðarmenn
hans. Bókmenntir og menningarmál
voru og til umræðu, en þar blés úr
nokkuð annarri átt. Þrír rithöfund-
ar, Sjolokhof og ritstjórarnir Kotsje-
tof og Gíbatsjof héldu uppi zdan-
ofsku hríðarveðri með árásum á rót-
tækari og frjálslyndari öfl — einkum
veittust þeir síðarnefndu að þeim Er-
enbúrg og Évtúsjenko. Þegar talið
barst að þessu liði kallaði Erenbúrg
það blátt áfram bófafélagið.
— í eina skiptið á þessu þingi sem
388