Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 88
Tímarit Máls og menningar Tragískir árekstrar eru nauðsyn- legir í listum. Ef allt er gott og endar vel, þá hefur listamaðurinn ekkert að gera. — Það fréttist miklu færra af mál- urum en bókmenntamönnum? — Við eigum góða, alvarlega listamenn, sem eru ekki sýndir. Og þó — á dögunum sá ég átta unga menn, um þrítugt, þeir voru bara góðir, ívanof var þar, sonur rithöf- undarins og Weisberg. Þeir opinberu eru drullusokkar. Okkar ungu menn, þeir hafa hæfileika, en þeir gera margar skyssur, apa eftir, vegna þess að á listaskólum okkar læra þeir ekkert, ekki einu sinni akademíska teikningu ... — Við hvað eru þessir opinberu listamenn eiginlega hræddir? — Við að missa aðstöðu sína. Þeir skilja það ekki, menn eins og Laktíonof, að þeir tapa ekki svo miklu, þeir munu allir halda sínum aðdáendahóp. Meira að segja höf- undar eins og Kotsjetof, þeir eiga sína lesendur, ekki efa ég það, en hann skilur það ekki og heldur það sé nauðsynlegt að ryðja mér úr vegi. Það sem máli skiptir er að brjóta skarð í múrinn, að hópur menntaðra manna sé nógu iðinn við að heimta list, kaupa, fá menn sýnda. Meðan ég man: voruð þið á Picassokvöld- inu? Það var gaman. Þar talaði full- trúi listamannasambandsins og sagði: það er kominn tími til þess fyrir yð- ur Erenbúrg, að greina á milli raun- sæis og natúralisma. Ég svaraði: ég er alltaf að því. Það urðu mikil fagn- aðarlæti í salnum. — Finnst yður að róttækir menn á Vesturlöndum geti lagt sovézkum listum og bókmenntum lið? — Tvímælalaust. ítalskir komm- únistar til dæmis, þeir hjálpa okkur mikið. Þeir gefa góðar upplýsingar í Unitá og tímaritum sínum, þýða rétt- ar bækur — bera þau verk, sem hér eru mest umdeild, réttilega fram sem vaxtarbrodd í bókmenntum okkar. Og þeir birta eftirprentanir verka listamanna sem ekki eru sýndir hér enn. Það er mikill munur á því að ítalimir geri slíkt eða einhverjir spekúlantar frá Life. Og Kotsjetof þýðir enginn, jafnvel franskir komm- únistar neituðu að þýða hann. En hvað er að frétta af ykkar slóð- um? Laxness, hann er góður, ég las einhverntíma Sölku Völku á frönsku, fyrri hlutann, og Sjálfstætt fólk á rússnesku. Svo kom grein eftir hann hér um nútímabókmenntir, það var fyrsta flokks skrif. Við vorum sam- an á friðarþingum, en síðar þegar ég vildi kynnast honum persónulega, þá var hann hættur að koma, það varð víst einhver ágreiningur. Ég man líka að það komu íslenzkir rithöfundar að heimsækja mig í Novi Jerúsalem 1957. Þeir sögðu mér frá gróður- 390
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.