Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 98
Tímarit Máls og menningar ar sjötugur að aldri, þá er hann enn með barnið í brjósti sér og veit ekki annað en að svo eigi það að vera. Stefán minnir stundum á efnispilt, sem staðnar á mótþróaskeiðinu. Ná- unginn dæmist út frá afstöðunni til bans. Hann talar um flokksmenn, ,„sem ekki voru mér neitt sérstaklega hliðhollir“. Hann minnist annarra, sem höfðu „ávallt stutt mig og styrkt í hverjum vanda“, og enn aðrir höfðu „áður reynzt mér frábærir stuðningsmenn“, þótt þeir vildu svo allt í einu fara í stjórn með kommún- istum. Þegar í stappinu stóð með stjórnarmyndun 1947, þá sýndi for- seti honum „einstakt umhurðarlyndi og velvilja, sem ég fæ seint fullþakk- að“. Þegar Guðmundur í. býður honum sendiherrastarf í Kaupmanna- höfn, þá talar Stefán ekki um það traust, sem honum er sýnt, heldur vinsamlegt og drengilegt boð. Svona einlægt er lítillæti hjartans í aðra röndina. Hann er ekki neitt að draga dulur á, hve þurfandi hann er fyrir góðgerðastarf um þessar mundir. Hann andmælir dómum um lítilvægi sendiherrastarfa og hefur málflutn- ing sinn á þessa leið: „Reynsla mín er allmikið á annan veg. Störfin eru margvísleg, þau gefa innsýn í mörg málefni og skapa margháttuð kynni við fjölda fólks, ekki aðeins íbúa þess lands, þar sem dvalizt er, heldur einn- ig við marga fulltrúa erlendra ríkja, ... og hafa margir þeirra dvalið víða um lönd og hafa frá mörgu að segja“. Þarna er hann kominn dreng- urinn frá Dagverðareyri, sem þráði að komast út i heiminn og kynnast löndum og lýðum. Svona harnaleg einlægni getur manni fundizt dálitið brosleg, en fyrst og fremst er hún vitnisburður um hreinskilni þess manns, sem finnur ekki, að hann hafi neitt að dylja. Við lestur sjálfsævisögu Stefáns Jóhanns hef ég komizt að því, að það væri okkur mikils virði, ef enginn stj órnmálamaður okkar gengi með flekkaðri skjöld frá hildi stjórnmál- anna en hann. Ég skal að vísu ekki bera á móti því, að sumt af því allra versta, sem dunið hefur yfir þjóðlíf okkar á síðustu áratugum og guð veit, hve lengi við megum við búa, má beinna rekja til Stefáns Jóhanns en nokkurs annars. En ef til vill er hann sá eini, sem hefur verið vald- andi þessarar bölvunar í góðri trú. Aldrei sór hann, að aldrei skyldi und- an látið kröfu Bandaríkj anna um landaafsal. Þvert á móti játar hann með hjartanlegri ánægju þátttöku sína í landráðunum. Þjónkun hans við Bandaríkin var ekkert annað en veigamikill þáttur í starfi hans köll- unar, að útrýma kommúnismanum af jörðinni. Ég efast um, að nokkur samstarfsmanna hans í þessum mál- um myndi rifja þetta upp ótilneydd- ur eins og hann gerir. Stefán Jóhann hefur sýnt minni tvöfeldni í þessum 400
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.