Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 101
„GaldrajargiS“ útsendarar hans og loks nær „demónó- lógían" hámarki í „Nornahamrinum" eða „Malleus Maleficarum“, sem kom út á níunda tug aldarinnar. Tveir svartmunkar voru höfundar bókarinnar, Heinrich Kram- er og Jakob Sprenger. Páfabréf hafði verið gefið út 1484, þar sem þessir tveir menn voru kallaðir til þess að berjast gegn göldr- um í Þýzkalandi. Og fáum árum síðar gefa þeir út þetta rit sitt. Með því og páfabréf- inu er fengin réttlæting ofsóknanna. A titilblaði þessarar bókar stóð „Haeresis est maxima opera maleficarum non cred- ere“ (Magnaðasta villutrúin er að trúa ekki á galdra). Hér var orðin mikil breyt- ing á afstöðu kirkjunnar frá því á 9. öld. Höfundar söfnuðu í bók sína allskonar frásögnum af hjátrú og bindurvitnum íbúa einangraðra fjalladala í Ölpunum og Pýr- eneafjöllum, þeir lýstu þessum fyrirbærum sem galdrakerfi á snærum hins vonda. Bókin dreifðist út um alla Evrópu og í henni var bæði leikum og lærðum lögð sú kvöð á herðar að aðstoða höfunda í bar- áttunni gegn galdramönnum og stuðla að útrýmingu þeirra. Hingað til böfðu þessar ofsóknir verið staðbundnar, en nú verða þær almennar í flestum löndum. Galdraofsóknirnar höfðu hafizt í fjalla- héruðum Mið og Suður-Evrópu, afskekkt- um byggðum, þar sem fátækt og fákunn- átta ríkti. Svo var víðast, en landfræðileg- ar ástæður voru fyrir því, að forn hindur- vitni lifðu lengur á þessum stöðum en þar sem einangrun var minni. Þröngir dalir, veðurofsi, skriðuföll og fönvindar, tröll- skapur landsins átti sinn þátt í því, að auka á hjátrú og hindurvitni. Tekjur voru rýrar af þessum landsvæðum og þau voru löngum afskipt af veraldlegu og kirkjulegu valdi, og það jók á einangrun þeirra. Auk þessa voru þessi svæði sum hver, aðeins kristin að nafni til og sökum takmarkaðs aðhalds, hætti íbúunum til fráhvarfs frá kórréttum kenningum. Hér á landi var hliðstæðan Vestfirðir, þaðan voru 17 þeirra 25, sem taldir eru hafa verið teknir af lífi fyrir galdra, enda var þar löngum hörðust andstaða gegn kirkjulegu valdi allt fram til siðaskipta. Eftir útkomu „Nornahamarsins" upphóf- ust galdraofsóknirnar víða um lönd, fórn- ardýrin voru oft fólk, sem skar sig frá öllum þorranum, vegna þjóðemis eða siða. Allir þeir, sem féllu ekki inn í samfélagið, voru tortryggðir. Þetta er gamalt og nýtt fyrirbæri. Gyðingar höfðu verið ofsóttir grimmilega á 14. öldinni og ofsóknimar á hendur þeim héldu áfram jafnhliða galdra- ofsóknum. „Nomahamarinn" varð handbók í baráttunni gegn göldram og galdramönn- um. Þar vora ráðleggingar um það, á hvern hátt væri hentast að haga rannsókn galdra- mála og mönnum ráðlagt að nota pynting- ar til þess að játning fáist. Bent var á það að nota börn til að njósna um foreldra sína, glæpamenn voru taldir heppileg vitni og þá, sem tóku að sér vörn galdramann- anna, töldu höfundar tortryggilega. Þeir sem játuðu á sig galdur voru afhentir borg- aralegum yfirvöldum og skyldu brennast. Páfastóllinn viðurkenndi réttmæti þessara kenninga og aðferða, þar sem höfundum var falin framkvæmd galdramálarannsókna á Þýzkalandi og þeir voru báðir þjónar kirkjunnar. Galdraóttinn var ríkjandi áður en „Nomahamarinn" kom út, en með þeirri hók var forsenda hans staðfest og tilvera galdramanna talin staðreynd af kirkjunni. Þessvegna olli þessi bók umskiptum og staðfesti réttmæti galdraóttans. Slíkt hefur gerzt síðar. Um 1890 kom út falsrit í Frakklandi, „Prótókollar Zíonsöldunga". Þetta rit var sett saman og gefið út bein- línis í þeim tilgangi að auka gyðingahatur og réttlæta það. Siðað fólk í Evrópu virti þessa bók ámóta og gulu pressuna, en þó 403
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.