Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Side 56
Tímarit Máls og menningar
að lífi nokfcru sem þá
berst í brimi við kletta
hef ég oftsinnis óskaff;
ég ætla aff finna þetta.
Skáldið ætlar kvæðum sínum að koma sem hjálparkall eða viðvörun því lífi
sem er hætt. í ljósi þess hve þjóðernisleg vandamál leita á hug Þorsteins má
ætla að hér sé ekki síst ort um vanda og aðstöðu Islendingsins og íslensks
þjóðemis í samtímanum. En skáldið telur sig þurfa að gera betur: „hef ég
oftsinnis óskað“. Því þykir sem sé ekki nóg að gert og er uggandi um að
verkin komi fyrir ekki. Á hinn bóginn gætir engrar svartsýni, enda lýkur
vísunni á ásetningi til frekara starfs: „ég ætla að finna þetta.“
Ólafur Jónsson komst svo að orði er hann fjallaði um kveðskap Þorsteins
frá Hamri: „Hann er sízt taglhnýtingur neinnar hefðar, en íslenzkt ljóðmál
og ljóðarfur eru nákomin öllu verki hans .. . Þannig er Þorsteinn einnig
vottur þess að ljóðhefðin er hvorki gleymd né yfirgefin og sízt af öllu
„dauð“.“ Síðar kvað Þorsteinn orðum er staðfesta þessa skoðun Ólafs enn
f rekar:
á einni nótt mun efla þig
eitt þúsund vetra kólgaff blóff. (Veizlan, Lángnœtti á kaldadal, bls. 72.)
III
Hér hefir áður verið minnst á hina svo nefndu „formby!tingu“ í íslenskri
ljóðagerð. Heitið er í sjálfu sér lærdómsríkt, enda er yfirleitt einblínt á af-
mörkuð fyrirbæri ljóðsins, svo sem stuðla eða rim, þegar um þessi efni er
fjallað. Sannleikurinn er hins vegar sá að breytingar þessara þátta eru að-
eins hluti þessarar hyltingar.
Um leið og „rétt“ rím, njörvuð lj óðstafasetning og fastbundin hrynjandi
urðu skynjun skáldanna og túlkun að fjötri, tóku þau að leita nýrra leiða í
listrænni tjáningu, og önnur fyrirbæri ljóðlistarinnar urðu að miðdepli og
þungamiðju hennar. Fyrirbærin líking, myndhvörf, andstæða og vísvituð
endurtekning urðu að kjarnlægum eigindum ljóðsins, en ýttu öðrum þáttum
til hliðar. Hið ákveðna og sjálfgefna „ytra form“ féll í verði, en menn urðu
að sníða skynjun sinni listrænan stakk án þeirra hjálparmeðala er áður tíðk-
uðust. Þetta var svar tímans við spurningunni sem minnst var á hér áð-
ur: Hver er kjami málsins? Og þetta svar hefir að mörgu leyti fullnægt
kröfum tímans og hlýtur því að teljast gilt um þessar mundir.
150