Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 127
tilfært er af þýðingunni hefur á sér skáld-
legt yfirbragð svo sem vænta má af slíku
góðskáldi sem Guðmundur er.
I ritdóminum segir svo um setningu eina
framarlega í fyrstu kviðu Kómedíunnar:
„I þrítugustu línu talar þýðandinn um
„endurheimta orku þreyttra fóta“, sú lína
'hefur þvælzt f>TÍr mörgum, þar sem Dante
lýsir göngu upp brekku eins og það væri
á jafnsléttu - si che il pié jermo sempre era
il piú basso - svo að fóturinn, sem þyngdin
hvíldi á var ávallt sá lægri. Menn hafa
reynt að skýra þessa línu sem tákn um
dyggðaveginn og á ýmsan annan hátt“.
í enskri þýðingu í óbundnu máli, sem ég
hef hér við höndina, er setningin höfð
svona (þýð. J. A. Carlyle): „ ... so that
the right foot always was the lower“. En
Guðmundi lízt að hafa þetta svona: „end-
urheimta orku þreyttra fóta“, — og hefur
hvor til rangs máls nokkuð.
Dante er þarna að segja frá göngu sinni
upp á tindinn, sem morgunsólin skín á,
ekki göngu á jafnsléttu, né sem á jafn-
sléttu væri, heldur í bratta, og hann segir
beinum orðum að fóturinn sem viðspymu
veitti (eða: sem staðið var í, sem hann
stóð í — fótur, sem veitir viðspymu, stend-
ur stöðugur á meðan) hafi ávalit verið
lægri en hinn (sem hann lyfti), þannig
hafi göngu sinni verið háttað. Eða, svo
öll setningin sé tilfærð: „Eftir að ég hafði
hvflt mig stundarkom, hélt ég áfram göngu
minni upp þessa eyðilegu brekku (og ég
gekk), þannig að fóturinn, sem ég stóð í
var ávallt lægri (en hinn). Mér sýnist orða-
val Dantes taka af öll tvímæli, þvi það er
ekki fyrr en um það leyti sem fóturinn,
sem lyft er, er kominn ofar en hinn, sem
hinn síðarnefndi nær fastri viðspymu. Og
þó þetta kunni að vera ekki alveg laukrétt,
hver mundi nenna að eltast við svo orð-
hengilslegan hégóma?
Svona skil ég þetta og ég skal játa að
Umsagnir um bœhur
ég skil hvorki hina ensku þýðingu Carlyle’s
né skýringu ritskýranda hans í útgáfu
þeirri sem ég hef né þýðingu Guðmundar
og ætla þær háðar rangar vera. (Fermo í
ítölsku getur ekki þýtt destro).
Og svo er mér sem ég sjái hersingu af
bókmenntafræðingum koma að „feta
dyggðaveginn" upp fjallið, hver þeirra
doktor í Dante Alighieri.
Onnur athugasemd
La Divina Commedia Dantes endar á
þessum orðum: „... l’Amor che muove il
Sole e l’altre stelle“. Samkvæmt orðanna
hljóðan mundi þetta verða á þessa leið
þýtt á íslenzku: „ ... kærleikurinn sem
veldur hreyfingu sólar og annarra stjarna.“
1 þýðingu Guðmundar Böðvarssonar verð-
ur þetta svona: „...sú ást er höndum
hreinum / heldur á sól og jörð og öllum
stjörnum."
Hér þykir mér harkalega farið að heims-
myndarkenningu Ptolemeusar, auk þess
sem texti Dantes verður fyrir vondu
hnjaski. — Einn af eðlisþáttum guðs er
kærleikur — amor — og það er hann sam-
kvæmt Dante og samkvæmt kenningu mið-
aldakirkjunnar, sem stýrir göngu sólar og
annarra stjarna, en ekki göngu jarðar, því
hún bijast ekki. (Lögmál Keplers var ó-
fundið). Dante trúði því að sólin væri fest
á himinhvelfingu sem snerist frá austri til
vesturs, en fastastjörnur á aðra hvelfingu,
sem snerist á sama hátt, og var hann vel
að sér í þessum fræðum og það svo að
hann þekkir alla staðhætti ofan jarðar sem
neðan, jafnt í Hreinsunareldi sem Helvíti,
og veit hvað klukkan er á hverjum stað
og tima.
Viðauki við athugasemd
„Si che ’l pié fermo sempre era ’l piú
basso:
Con questa frase accenna la lentezza e
221