Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 127
tilfært er af þýðingunni hefur á sér skáld- legt yfirbragð svo sem vænta má af slíku góðskáldi sem Guðmundur er. I ritdóminum segir svo um setningu eina framarlega í fyrstu kviðu Kómedíunnar: „I þrítugustu línu talar þýðandinn um „endurheimta orku þreyttra fóta“, sú lína 'hefur þvælzt f>TÍr mörgum, þar sem Dante lýsir göngu upp brekku eins og það væri á jafnsléttu - si che il pié jermo sempre era il piú basso - svo að fóturinn, sem þyngdin hvíldi á var ávallt sá lægri. Menn hafa reynt að skýra þessa línu sem tákn um dyggðaveginn og á ýmsan annan hátt“. í enskri þýðingu í óbundnu máli, sem ég hef hér við höndina, er setningin höfð svona (þýð. J. A. Carlyle): „ ... so that the right foot always was the lower“. En Guðmundi lízt að hafa þetta svona: „end- urheimta orku þreyttra fóta“, — og hefur hvor til rangs máls nokkuð. Dante er þarna að segja frá göngu sinni upp á tindinn, sem morgunsólin skín á, ekki göngu á jafnsléttu, né sem á jafn- sléttu væri, heldur í bratta, og hann segir beinum orðum að fóturinn sem viðspymu veitti (eða: sem staðið var í, sem hann stóð í — fótur, sem veitir viðspymu, stend- ur stöðugur á meðan) hafi ávalit verið lægri en hinn (sem hann lyfti), þannig hafi göngu sinni verið háttað. Eða, svo öll setningin sé tilfærð: „Eftir að ég hafði hvflt mig stundarkom, hélt ég áfram göngu minni upp þessa eyðilegu brekku (og ég gekk), þannig að fóturinn, sem ég stóð í var ávallt lægri (en hinn). Mér sýnist orða- val Dantes taka af öll tvímæli, þvi það er ekki fyrr en um það leyti sem fóturinn, sem lyft er, er kominn ofar en hinn, sem hinn síðarnefndi nær fastri viðspymu. Og þó þetta kunni að vera ekki alveg laukrétt, hver mundi nenna að eltast við svo orð- hengilslegan hégóma? Svona skil ég þetta og ég skal játa að Umsagnir um bœhur ég skil hvorki hina ensku þýðingu Carlyle’s né skýringu ritskýranda hans í útgáfu þeirri sem ég hef né þýðingu Guðmundar og ætla þær háðar rangar vera. (Fermo í ítölsku getur ekki þýtt destro). Og svo er mér sem ég sjái hersingu af bókmenntafræðingum koma að „feta dyggðaveginn" upp fjallið, hver þeirra doktor í Dante Alighieri. Onnur athugasemd La Divina Commedia Dantes endar á þessum orðum: „... l’Amor che muove il Sole e l’altre stelle“. Samkvæmt orðanna hljóðan mundi þetta verða á þessa leið þýtt á íslenzku: „ ... kærleikurinn sem veldur hreyfingu sólar og annarra stjarna.“ 1 þýðingu Guðmundar Böðvarssonar verð- ur þetta svona: „...sú ást er höndum hreinum / heldur á sól og jörð og öllum stjörnum." Hér þykir mér harkalega farið að heims- myndarkenningu Ptolemeusar, auk þess sem texti Dantes verður fyrir vondu hnjaski. — Einn af eðlisþáttum guðs er kærleikur — amor — og það er hann sam- kvæmt Dante og samkvæmt kenningu mið- aldakirkjunnar, sem stýrir göngu sólar og annarra stjarna, en ekki göngu jarðar, því hún bijast ekki. (Lögmál Keplers var ó- fundið). Dante trúði því að sólin væri fest á himinhvelfingu sem snerist frá austri til vesturs, en fastastjörnur á aðra hvelfingu, sem snerist á sama hátt, og var hann vel að sér í þessum fræðum og það svo að hann þekkir alla staðhætti ofan jarðar sem neðan, jafnt í Hreinsunareldi sem Helvíti, og veit hvað klukkan er á hverjum stað og tima. Viðauki við athugasemd „Si che ’l pié fermo sempre era ’l piú basso: Con questa frase accenna la lentezza e 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.