Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 3

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR . 32. ÁRG. 1971 HEFTI . NÓV. Sigurður Nordal Til Kristins £. Andréssonar Kristinn minn! Sem betur fer, hef eg örsjaldan þurft að skrifa þér til, því að þau tæp fimm- tíu ár, sem liðin eru síðan þú komst í „deildina“, höfum við aldrei misst svo lifandi samband hvor við annan, að bréfaskipti hafi verið nauðsynleg. Eg ætti því vitanlega í þessum fáu línum að reyna að segja eitthvað um þig handa öðrum. En þá kemur mér það í hug, sem einn kunningi minn hefur lagt í munn persónu, sem á ekki að vera mér alveg óskyld: „Það er bagalegt, að þú skulir ekki vera dauður, svo að eg geti skrifað um þig!“ — Nú hefur for- sjónin hagað því svo vísdómslega, ef allt fer að sköpum, að mér er ekki ein- ungis meinað að skrifa um þig dauðan, heldur forðað frá því að lesa það sem aðrir skrifa, hvort sem það verður í ætt við hetjusögur eða heilagra manna sögur eða hvort tveggja, sumt of og þó líklega fleira van. En ef fyrir mér ætti að liggja að leggja þar eitt orð í belg, dettur mér nú í bráðina í hug ólíkinda- tól, svo illa viðeigandi sem það getur virzt vera, hvort sem er um sj ötugan öld- ung eða látinn merkismann. Samt er í því það sannleikskorn, að þú hefur oftar komið mér á óvart en flestir jafnkunnugir menn. Mér er t. a. m. enn í fersku minni, hvað eg varð gáttaður, þegar eg í fyrndinni las í blaði, að á þingmálafundi í Borgarnesi, þar sem hver höndin var upp á móti annarri, eins og von var, hefði tillaga frá þér að flytja alþingi til Þingvalla verið sam- þykkt í einu hljóði. Nú gat eg reyndar talið fundarmönnum til málsbóta, að þetta hafi (að mínu viti) verið allra vitlausasta tillagan, sem þarna var borin upp! En samt fann eg um leið, að fyrir henni hafði hlotið að vera mælt af einhverri kynngi, sem eg hafði ekki komizt á snoðir um af hversdagslegu framferði míns hlédræga og hógláta nemanda. Og síðan hefur fleira rekið hvað annað en eg gæti talið í löngu máli. Eg man eftir þér búandi í tjaldi í nágrenni bæjarins og grúskandi í gömlum austfirzkum skáldskap niðri á 6 TMM 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.