Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 6
Tímarit Máls og menningar
Samt sem áður er grundvallarmunur á starfi við efnislæg viðfangsefni
og sögulega mótun; sagan, sem er efnið, býr nefnilega sjálf til það verk-
færi, sem hún er mótuð með. Utópíurnar sem leitast við að gefa sögunni
nýtt form, eru sjálfar afurð þessarar sögu. En sagan er eitthvað ónefnt. Þess
vegna er enginn sekur, þegar verkfærið er óhentugt fyrir efnið, og það er
tilgangslaust að gera einhvern ábyrgan.
Hinsvegar er sagan afleiðing gerða mannanna. Jafnvel þótt enginn ein-
staklingur beri ábyrgð á árangri hins sögulega ferlis, þá ber sérhver ábyrgð
á afstöðu sinni í þessu ferli. Hann er einnig ábyrgur fyrir þátttöku sinni
í tilbúningi hinna andlegu verkfæra, sem nota skal til að breyta raunverunni,
þeas. ábyrgur fyrir samþykkt eða afneitun einhverrar vissrar útópíu og að-
ferðum til að raungera hana.
Að hugsa upp útópíu jafngildir því að neikveða þá raunveru, sem fyrir
hendi er, og að óska umbreytinga á henni. En nei/cvœðið er ekki mótsögn
við uppbyggingu — það er aðeins mótsögn við samþykki á ríkjandi ástandi.
Þess vegna er rangt að ásaka einhvern um að hann neikveði en byggi ekki
upp, því að sérhver uppbygging er nauðsynlega neikvæði ríkjandi ástands.
Við getum í hæsta lagi ásakað hann um að styðja ekki raunveruna sem fyrir
hendi er og að vilja umbreyta henni; eða að samþykkja raunveruna skil-
yrðislaust, án þess að vilja umbreyta henni; eða, að lokum, að hann leitist
eftir umbreytingum sem séu skaðlegar. En neikvæðis afstaða sem slík er
aðeins mótsögn við íhaldssama afstöðu gagnvart heiminum, því að neikvæði
sem slíkt er aðeins viðleitni til breytingar. Mismunurinn á niðurrífandi og
uppbyggjandi vinnu er aðeins í orðum, sem maður notar til að tjá mismun-
inn á breytingum, sem við álítum skaðlegar og hinum sem við álítum gagn-
legar. í reynd er nefnilega sérhver breyting atliöfn, sem þýðir nauðsynlega
á sama tíma neikvæði og uppbyggingu, og er því aðeins mótsögn við sam-
þykki óbreytts ástands. Að sprengja upp hús er jafn neikvætt og að byggja
hús. Þetta má ekki skiljast þannig, að sama sé hvort við eyðileggjum hús
eða byggjum. Mismunurinn á þessum tveim athöfnum er sá, að sú fyrri er
oftast óhagkvæm mönnunum, en sú seinni er nær alltaf hagkvæm. Mótsögnin
við að sprengja upp hús, er ekki að byggja nýtt hús, heldur að varðveita
það gamla.
Þessi athugasemd mun leiða til niðurstaðna sem hafa það markmið að
skilgreina nánar þá merkingu, sem við leggjum í hugtakið .félagsleg vinstri-
hyggja‘-
Vinstrihyggja — og þetta er óbreytanlegur og óumflýj anlegur, en ekki
84