Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 9
Merking hugtaksins ,vinstri' Hvers vegna er þá útópían skilyrði byltingarsinnaðrar hreyfingar? Vegna þess að til er mikil söguleg reynsla, sem er að meira eða minna leyti falin í hinni félagslegu vitund, reynsla sem kennir að takmörk sem ekki verða gerð að veruleika núna, nást ekki ef þau eru ekki orðfærð á meðan ekki er hægt að framkvæma þau. Með öðrum orðum, það sem er ómögulegt núna, verður yfirleitt aðeins mögulegt ef það er orðfært á meðan það er álitið ómögulegt. Óbein sönnun er sú staðr<|jynd, að fjöldi af endurbótum mun aldrei ná byltingarkenndu takmarki, og að endurbótasinnuðum flokki, hversu sjálfum sér samkvæmur sem hann er, mun aldrei takast að framkvæma bylt- inguna óséð. Tilvera útópíunnar sem útópíu er nauðsynleg forsenda þess, að hún hœtti einhvern tíma að vera útópía. Byltingarsinnuð hreyfing getur ekki orðið til við framkvæmd byltingar, vegna þess að ef ekki væri til byltingarsinnuð hreyfing, þá yrðu engar bylt- ingar. En svo lengi sem hin byltingarkennda framkvæmd er ekki enn orðin að endanlegum veruleika, eða er ekki óumdeilanlega og ljóslega til staðar, er hún útópía. Fyrir spánska öreiga er félagsleg bylting útópía; en spánskir öreigar munu aldrei gera byltingu ef þeir kunngera hana ekki á meðan hún er ómöguleg. Þetta er ástæða þess, að hefð er svo mikilvæg fyrir byltingar- hreyfinguna: þessi hreyfing gæti aldrei fagnað sigrum, ef hún hefði aldrei orðið að lúta í lægra haldi á fyrri þróunarstigum — þeas. ef hún hefði ekki framkvæmt byltingarkenndar athafnir á tímum þegar sögulegar aðstæður fyrirbyggðu árangur. Viðleitnin til byltingar verður ekki fyrst þá til þegar veruleikinn er til- búinn fyrir byltingu, vegna þess að skilyrði fyrir slíku ástandi eru byltingar- sinnaðar kröfur, sem gerðar eru til veruleika sem ekki er tilbúinn fyrir byltingu. Stöðug áhrif frá hinni félagslegu vitund er eitt af nauðsynlegum skilyrðum fyrir sögulegri þróun, þannig að róttæk breyting geti orðið; útópía er forsenda félagslegra umbyltinga, líkt og óraunhæf viðleitni er forsenda raunhæfrar viðleitni. Þetta er ástæða þess, að byltingarkenndri vitund er ekki nægilegt að taka einungis þátt í breytingum sem þegar eiga sér stað; hún getur ekki aðeins fylgt atburðarásinni, heldur verður að fara á undan atburðunum, á þeim tíma þegar þeir eru hvorki áætlaðir né séðir fyrir. Þessvegna — og þetta er mikilvæg raunhæf niðurstaða — tekur vinstri- hyggja það ekki nœrri sér að vera álasað fyrir að hafa útópíu að leiðarljósi. Hún getur tekizt á við þá ásökun, að innihald útópíunnar sé skaðvænlegt samfélaginu, en hún tekst ekki á við þá ásökun, að hún berjist fyrir útópíu. 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.