Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 11
Merking hugtaksins ,vinstri' er hægt að vera vinstrisinnaður með tilliti til einnar hreyfingar. Aðeins með þannig samanburði öðlast þessi orð skynsamlega merkingu. En hvað meinum við, þegar við segjum að hreyfing eða afstaða sé vinstri- sinnuð í samanburði við aðra? Sér í lagi, hvaða atriði í hugtakinu ,vinstri- hyggj a‘ getum við notað um hverskonar félagslegt ástand? Hvað meinum við til dæmis, þegar við tölum um vinstrisinna í Alþýðuflokknum, Framsóknar- flokknum, Sjálfstæðisflokknum, eða Alþýðubandalaginu?1 Er nokkuð sam- eiginlegt í orðinu ,vinstri‘ þegar það er notað í svo mismunandi samhengi? Eða segjum við einfaldlega, að sérhverjar pólitískar kringumstæður sýni eitthvað mannlegt atferli, sem við erum hlynnt eða teljum bærilegt, og kallast því „vinstri“ af okkur. (Ég segi „af okkur“ vegna þess að greiningin í vinstri og hægri er gerð af vinstrisinnum, en hægrisinnar berjast árangurslaust á móti henni — því að sj álfsskilgreining vinstrimanna nægir til að skilgreina hvað hægrisinni er, og til að halda þannig aðskilnaðarmörkunum áfram). Eindregnir afturhaldshópar nota oft orðið ,vinstri‘ um sjálfa sig, eflaust vegna þess að hugtakið ,vinstri‘ hefur öðlazt þekkilega merkingu. Þar af leiðandi gefur einföld notkun orðsins ,vinstri‘ ekki nægilega til kynna merk- ingu þess. Við þörfnumst fleiri einkenna, sem gera okkur kleift að greina orðið nánar. Vissulega heyra viðkvæði eins og ,frelsi‘ og ,jafnrétti‘ til hefð- bundins hluta vinstrihyggju, en þau eru þó merkingarlaus frá því augnabliki sem þau verða slagorð, sem sérhver notar eftir sínu eigin höfði. í tímans rás verðum við stöðugt að skilgreina vinstrihyggju nákvæmar. Því meiri áhrif sem hún hefur á félagsvitundina, þeas. því meir sem viðkvæði hennar samtvinnast almennum hugmyndum í félagsvitundinni, þeim mun meira hljóta þessi viðkvæði að verða yfirtekin af hægrihyggju og glata þannig sinni ákveðnu merkingu. í dag berst enginn á móti slíkum viðkvæðum sem ,frelsi‘ og ,jafnrétti‘ og þessvegna geta þau orðið tæki til svika, tortryggi- leg án nánari skýringar. Ennþá verra er, að orðið ,sósíalismi‘ (jafnaðar- stefna) er nú notað í margskonar merkingum. Auðvitað er auðvelt að skilgreina vinstrihyggju í almennum orðum, og það sama gildir um hugtakið ,framfarir‘. En almennar skilgreiningar hljóta ætíð að vera blekkjandi, og valda erfiðleikum, ef notaðar skulu þegar rætt er um ákveðin vandamál. Við getum td. sagt, að það að vera ,vinstrisinni‘ merki að taka þátt í félagslegri þróun, sem stefnir að gjörbreytingu sérhvers félagslegs ástands, þar sem möguleiki til fullnægingar mannlegra þarfa er hindraður af félagslegum kringumstæðum. Með slíkri skilgreiningu getum við myndað ýms slagorð, sem eru svo almennt viðurkennd að þau verða 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.