Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 14
Tímarit Máls og menningar
Vinstrihyggja er laus við heilagleika; hún goðgerir ekki neitt ákveðið sögu-
legt ástand. Afstöðu hennar einkennir sífelld endurskoðun á veruleikanum,
á sama hátt og hægrihyggja einkennist af stöðugri tækifærisstefnu gagnvart
heiminum eins og hann er á hverjum tíma. Hægrihyggja er tjáning á fast-
heldni við hinn sögulega veruleika — þessvegna er hún eins ævarandi og
vinstrihyggja.
Alls staðar leitast vinstrihreyfingin við að hyggja framtíð sína á reynslu
af sögunni og þróunarstraumum hennar; aftur á móti er hægrihyggja tján-
ing á uppgjöf við ástand augnabliksins. Þetta er ástæða þess, að vinstrihyggja
hefur pólitíska hugsjón, en hægrihyggja hefur aðeins aðferðir.
Vinstrisinnar vita að alls staðar fullnægir sérhvert mannfrelsi vissri þörf,
en þeir vita einnig að þörf er á frelsi í sjálfu sér.
Vinstrisinnar óttast ekki söguna. Þeir trúa á sveigjanleika mannlegs eðlis
og félagslegra tengsla — og möguleikann að breyta þeim. Alls staðar frá-
biðja þeir sér hverskonar auðmýkt gagnvart ríkjandi ástandi, valdhöfum,
kreddum, meirihlutanum, fordómum, eða efnahagslegum þrýstingi.
Alls staðar berjast vinstrisinnar gegn ýmsum gerðum af hervæðingu fé-
lagslegs lífs og hugsunar, sem fær gleggst svipmót þar sem ríkir menntahatur.
Vinstrihyggja útilokar ekki valdbeitingu, en skammast sín ekki fyrir það, og
hún nefnir slíkt ekki „uppeldi11 eða „velvilja“ eða „umhyggju fyrir börn-
um“, osfrv. Samt sem áður hafnar vinstrihyggja hverskonar aðferðum í
pólitískri baráttu, sem leiða til mótsagna við grundvallarkenningar hennar.
Hingað til hef ég lýst vinstrihyggju sem vissri hugsjónalegri og siðrænni
afstöðu því að hún er ekki nein ákveðin hreyfing eða flokkur, og hún er
heldur ekki nein samtala pólitískra flokka. Hún er eiginleiki, sem getur átt
við flokka eða hreyfingar að einhverju marki, og einnig einstaklinga, mann-
legt atferli og veraldarviðhorf. Maður getur verið vinstrisinnaður í einu
sjónarmiði og eldci vinstrisinnaður í öðru. Sjaldan fyrirfinnast pólitískar
hreyfingar, sem eru algjörlega, í sérhverju tillit, og á öllum tilveruferli sín-
um til vinstri. Vinstrisinnaður maður, sem tekur þátt í pólitískri baráttu,
getur verið stjórnmálamaður í vinstrisinnuðum flokki, en hafnað þar að
styðja athafnir og skoðanir, sem eru greinilega í mótstöðu við vinstri af-
stöðu. Þetta merkir ekki, að vinstri afstaða leiði ekki af sér átök og innri
mótsagnir.
Vegna þessa getur vinstrihyggja sem slík og í heild, ekki orðið skipu-
lögð, pólitísk hreyfing. Vinstrihyggja er alltaf í vissu tilliti til vinstri í sam-
anburði við pólitískar hreyfingar. Sérhver flokkur hefur vinstri arm, þeas.
92