Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 14
Tímarit Máls og menningar Vinstrihyggja er laus við heilagleika; hún goðgerir ekki neitt ákveðið sögu- legt ástand. Afstöðu hennar einkennir sífelld endurskoðun á veruleikanum, á sama hátt og hægrihyggja einkennist af stöðugri tækifærisstefnu gagnvart heiminum eins og hann er á hverjum tíma. Hægrihyggja er tjáning á fast- heldni við hinn sögulega veruleika — þessvegna er hún eins ævarandi og vinstrihyggja. Alls staðar leitast vinstrihreyfingin við að hyggja framtíð sína á reynslu af sögunni og þróunarstraumum hennar; aftur á móti er hægrihyggja tján- ing á uppgjöf við ástand augnabliksins. Þetta er ástæða þess, að vinstrihyggja hefur pólitíska hugsjón, en hægrihyggja hefur aðeins aðferðir. Vinstrisinnar vita að alls staðar fullnægir sérhvert mannfrelsi vissri þörf, en þeir vita einnig að þörf er á frelsi í sjálfu sér. Vinstrisinnar óttast ekki söguna. Þeir trúa á sveigjanleika mannlegs eðlis og félagslegra tengsla — og möguleikann að breyta þeim. Alls staðar frá- biðja þeir sér hverskonar auðmýkt gagnvart ríkjandi ástandi, valdhöfum, kreddum, meirihlutanum, fordómum, eða efnahagslegum þrýstingi. Alls staðar berjast vinstrisinnar gegn ýmsum gerðum af hervæðingu fé- lagslegs lífs og hugsunar, sem fær gleggst svipmót þar sem ríkir menntahatur. Vinstrihyggja útilokar ekki valdbeitingu, en skammast sín ekki fyrir það, og hún nefnir slíkt ekki „uppeldi11 eða „velvilja“ eða „umhyggju fyrir börn- um“, osfrv. Samt sem áður hafnar vinstrihyggja hverskonar aðferðum í pólitískri baráttu, sem leiða til mótsagna við grundvallarkenningar hennar. Hingað til hef ég lýst vinstrihyggju sem vissri hugsjónalegri og siðrænni afstöðu því að hún er ekki nein ákveðin hreyfing eða flokkur, og hún er heldur ekki nein samtala pólitískra flokka. Hún er eiginleiki, sem getur átt við flokka eða hreyfingar að einhverju marki, og einnig einstaklinga, mann- legt atferli og veraldarviðhorf. Maður getur verið vinstrisinnaður í einu sjónarmiði og eldci vinstrisinnaður í öðru. Sjaldan fyrirfinnast pólitískar hreyfingar, sem eru algjörlega, í sérhverju tillit, og á öllum tilveruferli sín- um til vinstri. Vinstrisinnaður maður, sem tekur þátt í pólitískri baráttu, getur verið stjórnmálamaður í vinstrisinnuðum flokki, en hafnað þar að styðja athafnir og skoðanir, sem eru greinilega í mótstöðu við vinstri af- stöðu. Þetta merkir ekki, að vinstri afstaða leiði ekki af sér átök og innri mótsagnir. Vegna þessa getur vinstrihyggja sem slík og í heild, ekki orðið skipu- lögð, pólitísk hreyfing. Vinstrihyggja er alltaf í vissu tilliti til vinstri í sam- anburði við pólitískar hreyfingar. Sérhver flokkur hefur vinstri arm, þeas. 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.