Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 15
Merking hugtaksins ,vinstri‘
hluta sem er meira til vinstri vegna tiltekinna málefna. Það þýðir þó ekki að
samanlögð vinstri öfl allra flokka séu ein hreyfing, eða að þau séu tengdari
hvort öðru, fremur en þeim flokkum sem gátu þau af sér. Þau væru sam-
tvinnuð hreyfing, ef þau að öllu leyti uppfylltu grundvallaratriði vinstri-
hyggju; en þá væru þau heldur ekki hlutar af svo mörgum flokkum með svo
margar stefnuskrár. Vinstri armur Framsóknarflokksins hefur til dæmis mik-
ið fleira sameiginlegt með þeim flokki, heldur en með vinstri armi Alþýðu-
bandalagsins, og einmitt þessvegna er hann vinstri armur Framsóknar-
flokksins.2 Vinstra hugarfar kemur þar í ljós í afstöðu til eins eða annars
pólitísks vandamáls, sem er á döfinni, þegar hann í því tilviki nálgast vinstri
arma annarra flokka — td. í fordæmingu hernaðarstefnu. Þannig sinna
mismunandi flokkar kröfum vinstrihyggjunnar á mismunandi hátt, og eru
því meira eða minna til vinstri.
Annmarkar vinstrihyggju
Aðalannmarkar vinstrihyggju eru ekki þeir að hún varð til úr neikvæði,
heldur að neikvœði hennar komst aðeins á svið siðferðilegra andmæla og ekki
á svið raunhœfrar (praktískrar) hugsunar. Vinstri afstaða á siðferðislegu
sviði einungis, leiðir í reynd ekki neitt af sér. Slæm samvizka er engin
pólitísk stefna.
Annar annmarki, sem við okkar aðstæður var óhjákvæmilegur, var að
vinstriliyggja gat aldrei orðið að skipulegri hreyfingu, heldur aðeins óljós,
sundruð vitund. Oðru máli gegnir um hægrihyggju. Henni háðu ekki neinar
efasemdir um hollustu, þótt klofningshópar mynduðust innan Flokksins.
Vinstrihyggja varð heldur aldrei að neinni pólitískri hreyfingu í bókstaf-
legri merkingu, hún var aðeins samansafn af sjálfglæddu siðferðismati.
Enn einn annmarki vinstrihyggju varð vegna óhagstæðs alþjóðaástands,
sem ég geri ekki að nánara umtalsefni, en sem hefur orðið hægrihyggju
mjög mikill styrkur. (Hér skírskotar höfundur til stjórnmálaþróunarinnar í
Sovétríkjunum. Þýð.).
Aðrir veikleikar vinstrihyggju voru þær kringumstæður, sem hægri-
hyggja gat dregið styrk frá. Hægrisinnar víla ekki fyrir sér að nota hvers-
konar lýðskrum, pólitísk og hugmyndafræðileg slagorð, sem auðvelda þeim
að halda yfirtökunum. Ef nauðsynlegt reynist, grípa þeir til kynþáttahat-
urs til þess að vinna fylgi hinna þröngsýnustu innan eða utan Flokksins.
Hægrisinnar sækjast fyrst og fremst eftir völdum. í baráttunni um völdin,
93