Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 19
Wolfgang Harich Um byltmgaróþreyju Drög að gagnrýni Árið 1896 birti franski anarkistinn Jean Grave ádeilu á þá hægfara um- bótastefnu sem löngum hafði verið landlæg í verklýðshreyfingunni og um þær mundir var einnig að ná fótfestu í flokkunum í II. Alþjóðasambandinu. í rit- gerðinni eru margar veigamiklar röksemdir sem hver marxisti væri full- sæmdur af. Mitt á meðal þeirra getur þó að líta þá annarlegu kennisetningu að vegna þess hve stutt mannsævin sé, þá séu byltingaraðferðir nauðsynlegar til að umbreyta ríkjandi þjóðfélagsháttum. Og einmitt þetta sjónarmið er höfundi ríkast í huga. „Ef vér ættum enn nokkrar aldir ólifaðar,“ ritar hann, „þá gætum vér varið fáeinum árum til tilrauna með friðsamlegar umbætur. En ævitíminn er naumur, og því höfnum vér hægfara umbótum og kjósum heldur að rífa niður og byggja síðan upp aftur eftir alveg nýjum hugmynd- íí um. Þessi orð lýsa betur en flest önnur anda anarkismans. Byltingaróþreyjan, hinn rauði þráður í hugsun og gerðum stjórnleysingja, birtist þar með þeim svipmikla einfaldleik sem einkennir allt sem klassískt er. Vera má að meirihluti þeirra sem nú berjast undir hinum svörtu merkjum fengist til að sjá af fáeinum tugum ára til friðsamlegra umbóta, ef við gætum búizt við að lifa í „nokkrar aldir“. En illa hefði slík hógværð farið hinum klass- ísku anarkistum sem lifðu gullöld hreyfingarinnar. Maður eins og Jean Grave hafði strengt þess heit að kapítalisminn skyldi aldrei þrífast lengur en „fáein ár“ í mesta lagi. Annars hefði hann heldur ekki getað léð svo hreinan bún- ing þeim hugsunarhætti sem skoðanabræður hans sátu fastir í mann fram af manni, þeim hugsunarhætti sem fram kemur í hinum vígreifu hvatningar- orðum: „Allt þetta verður að gerast strax, núna á stundinni“. Orð mín má ekki misskilja. Þau eru ekki sögð til varnar endurbótastefn- unni. Það sem Grave finnur sósíaldemókrötum til foráttu og þeim verklýðs- foringjum sem einvörðungu hugsa um hina faglegu baráttu er að langmestu leyti í fullu gildi enn í dag. Til dæmis segir hann mjög réttilega að valdastétt- 7 TMM 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.