Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 55
Sögn frá Tsjagan-Kúren táknrænum hætti þegar hann fyrirfór þessum falska guði í flóðinu. Og þó þú ættir þúsund hesta, hvað stoðar það ef guð hefur ekki á þér velþóknun. En þú átt eina níu hesta. Seldu þá, kæri sonur, og fáðu mér silfurúnsurnar fyrir þá því vonskan er fólgin í því að ásælast þau verðmæti, sem mölur og ryð fá grandað. Snúðu hjarta þínu frá græðgi líkamans, hef þig til hins ósýni- lega og búðu þig af stað með hestana. Ég kem með þér niður í Blávík og sjálfur get ég komið hestunum í verð til að forða þér frá vonskusynd.“ Sem þeir höfðu selt hrossin niðri í bænum lét Piket andvirði þeirra í belti sitt. Eftir að þeir komu heim bað Sakadsja hann að setja nýja guðinn á viðarstöpulinn. „Fylling tímans er enn ekki kominn, sonur sæll,“ hrópaði þá hin æruverðugi upp yfir sig, „því enn ertu þræll líkamsþurfta þinna og átt þrjá úlfalda. Búðu þig til að fara á morgun því þessa úlfalda skulum við selja. Augað verður aldrei satt af því að horfa á úlfaldana nema eyrað líka heyri fótatak þeirra.“ Þannig atvikaðist það að þeir seldu úlfaldana líka í Blávík. Um leið og Piket stakk silfurúnsunum í belti sitt svaraði hann spurningu Sakadsjas um það hvort nýi guðinn kæmi á stallinn þann daginn: „Vendu þig nú af þessari óþolinmæði því með óþolinmæðinni reitirðu guð þinn til reiði. Vissulega er fylling tímans enn ekki komin, sonur minn, því í veitingahúsinu „Fullkom- leikinn þrefaldur“ varstu að gorta af því að þú ættir enn þrjá uxa. Jafnvel hinir stæðilegustu uxar eru til marks um forgengileikann sjálfan. Þú beitir þeim á steppuna og væntir þess þeir fitni og dafni. í sál þér blunda enn svo margar lágar hvatir, að þú verður að gera yfirbót. Yfirbótin ein mildar guð þinn. Settu ekki traust þitt á jarðneska hluti en seldu uxana, sonur sæll, því sá sem fölskvalaust elskar guð sinn finnur ekki aðra gleði meiri.“ Nú seldu þeir uxana og Sakadsja átti ekki annað eftir en sauðina ellefu: „Nú mun ég skíra þig, sonur kær,“ sagði Piket hátíðlega, „og undireins og við erum búnir að éta sauðina held ég á braut til þess að boða hina sönnu trú.“ Skírnin fór fram. Sameiginlega átu þeir sauðina og ræddu um hina nýju trú. „Helgi maður,“ sagði Sakadsja einn góðan veðurdag og benti á trékross- inn, sem Piket hafði látið á stöpulinn eftir skírnarathöfnina, „þú segir að þetta sé einungis tákn, sem þú hefur látið á stöpulinn í nafni guðsins. Ég er stórsyndugur og mér nægja ekki tvær spýtur í kross. Mig langar ósegjanlega til þess að þú verðir hér kyrr hjá mér í guðs nafni svo ég eigi sem mest af þessari nýju trú.“ 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.