Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar
hefur og mótaði það skrásetningarkerfi á öllu efni, sem herst, að tiltölulega
auðvelt á að vera fyrir hvern sem er að finna það, sem hann leitar að, hvort
sem hann sækist eftir upplýsingum um tiltekið eíni, um einstök héröð eða
jafnvel frá einstökum mönnum. Þó er eitt eilífðarverk ennþá mjög ónóglega
unnið að því er varðar skrásetningu og þar með notagildi safnsins, en það er
atriðisorðaskrá, sem unnt sé að fletta upp í til að sjá á svipstundu, hvar í
plöggum safnsins sé að Ieita heimilda um einstök fyrirhrigði. En til að koma
því verki í viðunandi horf skortir einfaldlega tíma eða peninga eða vinnu-
kraft, — nú einhver vildi kannski segja einfaldlega dugnað, eins og síðar
mun að vikið.
Söfnunarstarf þessarar deildar hefur enn sem komið er að mestu farið
fram með þeim hætti, að spurningalistar eru sendir til sem flestra um land allt
og svörin síðan skrásett sem kyrfilegast. Einnig hefur nokkuð verið farið um
og skráð eftir fólki með penna eða segulband að vopni. En þessi iðja hefur
þó verið minni en skyldi, og veldur það enn, að einum starfsmanni er óhægt
um að deilast í marga staði. Skortur á starfsfólki er tilfinnanlegur, enda ræð-
ur ríkjum sú undarlega íslenzka hagsýni, að drjúgur hluti af vinnutíma sér-
fræðinga í háum launaflokki fer í að sleikja frímerki, vélrita utan á umslög,
pakka mní þau og hefta aftur, og framkvæma ýmiskonar skrásetningarstarf,
sem meðalgreindur gagnfræðingur gæti innt af hendi með ágætum.
Spurningaskrár þær, sem hingaðtil hafa verið sendar út, fjalla um eftir-
talin meginatriði: slátrun búfjár og sláturverk, haugburð, vallarvinnu og hirð-
ingu eldiviðar, andlát og útfararsiði, nýtingu mjólkur, fráfærur, barnsfæð-
ingar, gestakomu, íslenzka skó, ull og tóvinnu, torfskurð, móverk, vegg-
hleðslu, sumardaginn fyrsta, heyvinnu, himintungl og hrossalækningar.
Sá hópur manna, sem er í slíku skriflegu sambandi við þjóðháttadeildina,
er hinsvegar alltof fámennur; aðeins 2—300 manns, og að jafnaði berast ekki
nema 50—100 svör við hverri skrá. En þetta fólk leggur líka meiri verðmæti
af mörkum en það sjálft órar fyrir, og orðstír þess mun vonandi ekki deyja.
Staðreynd er hinsvegar, að til er margfaldur fjöldi þess hóps um landið allt,
sem fullt eins mikil ástæða væri til að hafa samband við. Það verður deginum
ljósara á ferðum meðal fólks, svo og af undirtektum þeim og bréfum, sem
borizt hafa vegna útvarpsþátta um þjóðháttaleg efni.
En þetta fólk fæst sjaldnast til að starfa með því einu að senda því bréf,
því það er margt bréfið nú á dögum; heldur verður að kynnast mönnum
persónulega augliti til auglitis, drekka kaffi í rólegheitum, helzt gista og
yfirleitt reyna að sanna, að maður sé ekkert sérstakt fúlmenni, sem muni gera
142