Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 70
Tímarit Máls og menningar menn. Langskólanámið hefur mörgum orðið torsótt eins og að líkum lætur og mörgum Islendingi hlekktist á á námsbraut Hafnarháskóla. Stundum urðu menn að hætta námi af ýmsum ástæðum án þess að ljúka prófi. Og þótt próf- skírteini væri fengið var engin vissa fyrir því, að menn gætu fengið atvinnu í sinni grein að námi loknu, og gildir það raunar enn í dag. „Bókvitið verður ekki í askana látið“, er gamalt máltæki, sem nú hefur að vísu vikið fyrir öðru vígorði: „Mennt er máttur“, sem sjálfsagt er einnig gamalt máltæki. Samt er það svo, að atvinnuleysi lirjáir menntamenn ekki síður en ó- lærða. íslenzkir menn háskólalærðir verða nú margir hverjir að leita sér at- vinnu í öðrum löndum. Miðað við eftirspurn hérlendis virðist svo sem framleiðsla menntamanna sé of mikil. Svona var þetta einnig áður. Menn sem luku prófi við erlendan háskóla eða verkfræðiskóla fyrir stríð máttu jafnan spyrja sjálfa sig: Fæ ég nokkuö að gera heima í mínu fagi? Svo reyndist yfirleitt ekki, nema menn hefðu einhvern bakhjall. Eftirspurn var nánast engin og raunar ekki heldur auövelt að fá atvinnu í útlöndum á þeim árum. Háskóla er ætlað að fjalla um öll svið menningar og lærdóms eins og nafnið universitas bendir til, en Háskóli íslands var framan af, eins og margir erlendir háskólar, embættismannaskóli, sem var ætlaö að fullnægja þörfum hins fábrotna bændaþjóðfélags fyrir andlega og veraldlega embættis- menn; og kennsla var aöeins í þeim klassisku greinum, guðfræði, lögfræði, læknisfræði, auk kennslu í norrænu eða íslenzkum fræðum, sem nauðsyn- leg var ef Háskólinn átti að vera íslenzkur háskóli. Háskólanám er þó mun eldra hér á landi en Háskólinn sjálfur. Prestaskóli var stofnaður árið 1847, læknaskóli 1876 og lagaskóli 1908. Háskóli íslands hefur auðvitað tekið miklum breytingum á þeim 60 árum sem hann hefur starfað. Veturinn 1911 —12 voru í Háskólanum 45 stúdentar. íslendingar voru þá 85 þúsund, en nú er fjöldi háskólastúdenta um hálft annað þúsund og fjöldi landsmanna 205 þúsund. Á seinni árum hefur námsleiöum verið fjölgað, m. a. tekin upp kennsla í verkfræði og nútíma vísindagreinum eins og kunnugt er. Náttúruvísindin eru ekki aðeins hagnýt sem undirstaða verkfræði og tækni eða tæknifræða, þau eru einnig ásamt hugvísindum grundvöllur al- mennrar menntunar. íslendingum er nauösynlegt að fylgjast með í þróun og framförum ná- grannaþjóða á sviði menntunar, ef þeir ætla að halda til jafns við þær í lífskjörum. Þróun tækninnar hefur verið mjög ör á seinni árum og efnalegar framfarir byggjast a. m. k. að talsverðu leyti á aukinni tækni. Aukning 148
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.