Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar Og þótt slagorðin grípi fljótt um sig, þá valda þau ekki byltingu — heldur eingöngu hreyfingu — í hring. Pólitík sem byggist á slagorðum er eins og hundur sem bítur í skottið á sér, snýst í hring og heldur sig vera að smala. II. „Búum til tvö, þrjú, fjögur ... Víetnam“ er haft eftir Che Guevara. Meinti hann að fólk ætti að grípa til vopna allt hvað af tók og taka völdin í krafti þeirra? Áttu menn — hver á sínum stað — að byrgja sig upp af dýnamiti og byssukúlum, eins og þeir gerðu austur í Víetnam? Ef Víetnam er fordæmi — en ekki innantómt, rómantískt slagorð — þá hlýtur það að þýða eitthvað meira en þetta. Það hlýtur að þýða vissa mannlega og félagslega afstöðu — afstöðu sem einkennist af tilfinningalegri samstöðu manneskjunnar frekar en ídeólógiskri sannfæringu, því aðeins hrein og ómenguð tilfinnig getur á okkar ómennsku tímum verið fordæmi. Ég vil þar með ekki gera of lítið úr hugmyndafræðinni — hún er ómiss- andi tæki. En hún verður aldrei annað en tæki, ekki takmark sem slíkt. Nú getur stríð aldrei verið mannúðlegt þótt nauðsynlegt sé, og frelsisstríð er eingöngu hetjulegt fyrir þann sem horfir á úr fjarlægð, en ekki fyrir þátttakendur. Stríð er mesta aflbeiting sem til er og því verðum við enn að spyrja okkur, hvernig getur þetta verið okkur fordæmi? Til er fólk sem álítur aflbeitingu sjálfsagt baráttutæki. Sérhver pólitisk hreyfing þarf einhverntíma að komast til botns í því vandamáli sem aflbeit- ing er. Hér er Víetnam reynsla sem vert er að læra af. Aflbeiting er atferli, þar sem aðili reynir að beita aflsmunum, tækjum og meðölum til að neyða einhvern hóp til hlýðni við kröfur sínar eða óskir. Aflbeiting hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og hvorttveggja verið beitt til að hindra og örva félagslega framþróun. Enn sem komið er hefur ekki fundizt sú þjóðfélags- skipan sem útilokar sérhverja tegund aflbeitingar, enda tryggja kerfi ekki annað en það sem býr í því fólki, sem heldur þeim uppi. Aflbeiting verður að hafa samfélagslegan bakgrunn til að vera réttlætan- leg. Ef kenningin um aflbeitingu verður að goðsögn og aflbeiting er dýrkuð sem tæki til að ýta við dáðlausri, þreklausri og sljórri þjóð — þá er það fyrsta skrefið í átt til fasistískra vinnubragða. Sé hinsvegar aflbeiting 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.