Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 100
Tímarit Máls og menningar Nú er tiltæk vegsamleg þýðing Svein- bjarnar Egilssonar á Hómerskviffum, og valda kafla úr þeim tók dr. Jón Gíslason saman á vegum Menningarsjóðs eigi alls fyrir löngu í bók, sem nefnist „Guffir og menn“. Kynni því einhver svo aff virffa, að þessar endursagnir ættu lítið erindi. En því er þveröfugt farið. Vér vanrækjum nú um hríð slíka arfleifð oss til tjóns og ger- um of lítiff til að leiða unglinga að upp- hafsiindum hennar. Um þetta er glöggt dæmi, aff Fornsöguþættir Sigurffar Kristj- ánssonar, dýrmætt úrval á sinni tíð og bók- staflega lesnir upp til agna, hafa aldrei ver- ið gefnir út aftur, ellegar neitt sem komi í þeirra stað. Edduþættirnir hans tóku þó beint við af stafrófskverinu í lestrarnámi sumra barna á öndverðri öldinni, og munu flest hafa þótzt ósvikin af þeim. Nú eru breyttir tímar. En eðli mannsins tekur ekki breytingum með slíkum hraða. Iðavellir æv- intýris og goðsögu eru réttir heimahagar barnshugans jafnt og skáldhugans og á þeim vegum þær uppsprettur lífsins, sem oss er boðið að varðveita „framar öllu öðru“. Væri ekki tímabært, þegar barnabóka- höfundar af Norðurlöndum koma saman til þings í sumar í Reykjavík, að vekja þar máls á því, hver ábyrgð kunni að hvíla á uppeldisfrömuðum og rithöfundum í þessu efni? Ef rétt væri sem ég hygg, að bókin „Við sagnabrunninn" beri af íslenzkum barnabókum saman teknum í áratugi, þá kynni ágæti hennar og fágæti slíkra bóka að feia í sér vísbendingar, sem ráð væri að gefa gaum. Hvað er þá einkum tíl ágætís þessu end- ursagnakveri? Efnisvalið í fyrsta lagi, sem áður er frá skýrt. Það kæmi þó til lítíls, væri sögumaður ekki verki vaxinn, en það ber í hvívetna lof sínum meistara, ógrein- anlegt raunar frá því hrósi, sem hinum ókunnu höfundum ber. Sá vandi að gera langa sögu stutta er víða léttílega leystur, svo sem í endursögn efnisins úr Bjólfs- kviðu. Sögukjarninn af Andróklesi og ljón- inu er aftur látínn breiða frjálslega úr brumi og vítt baksvið opnað fyrir sjónum manns. Og Sagan af skrýmslinu góða, eitt af hinum ósegjanlegu ævintýrum hlóða- kveldanna forðum, hún tekur nú hugann aftur hálfgleymdum töfrum. Eða þá nýju sögurnar! tíl dæmis af Urðarkettí, af Agna og Selku, af Pöpunum þrem ellegar Köpp- unum tveim. Þó margt glói nú, sem grátt er, munu íslenzk börn allt um það rata á ljómann yfir þessum ævintýralundi, jafnt hin öldnu sem hin ungu. Og þeir, sem annt er um göfugt málfar og kunna skil á gildi þess, munu lengi benda á þessa bók tíl eggjunar og eftírdæmis, því að henni verður við fátt jafnað í því efni. Þeir munu oft þurfa að opna hana og hnýsast ofan í kjölinn eftír því, hvaðan þessari birtu hennar stafi. Og hverju sinni mun þá augað gleðjast af gerð hennar og myndlýsingum, sumum fögrum eins og úr draumi, svo sem hendur Kirku yfir svínahjörðinni og ljóslíki Papanna þriggja, líðandi yfir bládimman vog. Sortí er nú fallinn á sætíð við hlóðar- steininn. Það var aldrei neinn hefðarsess. Hliðskjálf aldanna var jafnan hin lága skör. En andinn sá þaðan tíl heimkynna sinna, eins og stjörnur sjást aff degi tíl frá djúpum brunni. Þorsteinn Valdimarsson. 178
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.