Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 102
* Tímarit Máls og menningar Náttúran. Þannig flýr íkorninn skröltorminn, þar til hann að lokum hverf- ur í gin hans af sjálfsdáðum. Ég er sú sem þú flýrð. íslendingur. Náttúran? Náttúran. Engin önnur. íslendingur. Þetta hryggir mig meira en tárum taki. Ég veit, að engin meiri ógæfa gat yfir mig dunið. Náttúran. Þú áttir að geta sagt þér það sjálfur, að ég dveldi gjarnan á þessum slóðum, því að þú hlýtur að vita að hér gætir valds mins meira en annars staðar. En hvað kom þér til að flýja mig? íslendingur. Þú hlýtur að vita, að þegar í bernsku minni hafði mín stutta lfsreynsla nægt mér til þess að sannfæra mig um fánýti tilverunnar og heimsku mannanna, sem áttu í stöðugu stríði hver gegn öðrum til þess að komast yfir nautnir, sem veittu enga fróun, eða þá hluti, sem engum komu að gagni. Ég hafði séð, hvernig þeir þjaka hver annan með óendanlegum illverkum, er valda bæði kvíða og kvöl. Því meir sem þeir leita hamingjunn- ar, þeim mun fjarlægari er hún þeim. Að þessu athuguðu ákvað ég, eftir að hafa lagt allar aðrir óskir og þrár á hilluna, að draga mig í hlé og lifa frið- sælu lífi, án þess að valda nokkurri manneskju ónæði, án þess að reyna á nokkurn hátt að komast áfram á annarra kostnað eða keppa við nokkra manneskju um hin minnstu jarðnesku gæði. Þegar ég hafði sagt skilið við nautnirnar — fyrirhæri, sem okkar tegund er neitað um — var ekki annar kostur eftir en að reyna að forðast allar þjáningar. Ég á ekki við að ég hafi ætlað mér að forðast allan starfa og allt líkamlegt erfiði, því þér er vel kunnugt um þann mun, sem er á þreytu og óþægindum, friðsælu lífi og iðjulausu lífi. Ég hafði vart byrjað að lifa eftir þessari áætlun, er ég komst að því, hversu fánýt sú hugsun er, að ætla sér að lifa meðal mannanna og halda að hægt sé að komast imdan átroðningi annarra með því að troða á engum sjálfur; með því að gefa alltaf af fúsum vilja og vera ánægður yfir hinum minnsta hlut í öllu verði þér eftirlátinn hinn lítilfj örlegasti griða- staður án þess að þú þurfir að berjast fyrir honum. En ég gat auðveldlega losað mig undan ónæði mannanna með því að segja skilið við samfélag þeirra, dregið mig inn í skel einbúans, — ekkert er auðveldara á fæðingar- eyju minni. Þegar ég hafði stigið þetta skref, þá lifði ég í tilveru, er gjör- sneydd var hinum minnsta votti ánægju eða nautnar. Samt fann ég, að ég var ekki laus undan þjáningunni: hinn langi vetur, hinn nístandi vetrarkuldi og ákafur sumarhiti, sem eru einkenni þessa staðar, þjökuðu mig stöðugt; eldurinn, sem ég þurfti lengst af að verma mig upp við, hann sveið og þurrk- 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.