Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 103
Samtal Náttúrunnar og fslendings aði hold mitt, reykurinn gerði það að mér súrnaði í augum; allt þetta gerði það að verkum að jafnt innan liúss sem utan var mér ólíft fyrir stöðugum óþægindum. Mér tókst heldur ekki að varðveita þá sálarró, sem öll mín hugsun beindist að: hinir hræðilegu stormar af landi og sjó, óhljóð og ógnir fjallsins Heklu, óttinn við eldsvoða — afar algengir í húsum eins og okkar, sem eru smíðuð úr tré — þetta gaf mér ekki stundlegan frið. Óþægindi eins og þessi taka á sig allt aðra mynd í þeirri einhæfu tilveru, sem hefur gefið frá sér allar óskir og þrár, allar áhyggjur, nema þær er varða hið friðsæla líf. Þau virðast mun veigameiri en þau mundu vera ef hugur manns væri að mestu bundinn við áhyggjur siðmenningarinnar og þau óþægindi, sem menn- imir valda hver öðrum. Mér varð þannig ljóst, að því meir sem ég dró mig í hlé og svo að segja lokaðist inn í sjálfum mér, svo að tilvera mín ylli engri lifandi veru óþæg- indum eða vandræðum, þeim mun vamarlausari varð ég gagnvart utanað- komandi ónæði og óþægindum. Ég ákvað að skipta um dvalarstað og leita betra loftslags í því skyni að kanna, hvort hér á jörðinni væri nokkurn stað að finna, þar sem ég gæti verið laus við átroðning, án þess að troða öðrum um tær, þar sem ég gæti lifað án þess að njóta og án þess að þjást. Það sem einnig fékk mig til að taka þessa ákvörðun var hugmynd, sem ég hafði fengið, um að þú hefðir áskapað mannkyninu sérstakt loftslag (eins og þú hefur gert við sérhverja dýra- og jurtategund) og sérstök svæði í samræmi við það, en utan þeirra gætu mennirnir hvorki lifað né dafnað án erfiðis og eymdar, ekki fyrir þínar sakir, heldur vegna þess að þeir hefðu fótum troðið lögmál þín um mannlegt lífssvið og umhverfi. Ég hef leitað um nær allan heim, ég hef öðlazt reynslu úr næstum öllum löndum og ávallt hef ég fylgt þeirri reglu að gera ekkert, eða eins lítið og mögulegt er á hlut nokkurrar skepnu, aðeins leitað eftir friðsælu lífi. En ég hefi egnzt í hitum regnskóg- anna, mig hefur kalið í frostum heimsskautanna, óstöðugleiki hins tempraða loftslags hefur angrað mig, hvarvetna hefur ógnarvald höfuðskepnanna brotið mig niður. Ég hef heimsótt fleiri staði þar sem ekki líður dagur án storms, þú leggst daglega á íbúa þessara staða og heyr við þá reglulegar orrustur án þess að þeir hafi gert þér hið minnsta mein. Á öðrum stöðum fylgja heiðríkju himinsins tíðir jarðskjálftar, fjöldi hinna ásæknustu eldfjalla og jarðhræringa um allar jarðir. Stormsveipir og hvirfilvindar herja staði, sem að öðru leyti eru kyrrlátir. Stundum hef ég fundið þakið yfir höfði mér láta undan snjófargi vetrarins, aðra stundina hef ég átt fótum fjör að launa undan flóðbylgjum, sem orsakast hafa af steypiregni. Þær hafa elt mig 181
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.