Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 107
Hið mikla föðurland
Úrklippur úr Morgunblaðinu júlí—október
Að sjálfsögðu
„Við íslendingar höfura lítínn áhuga á
hernaðarlegum málefnum og viljum ekki
hafa áhuga á þeim. En vegna öryggis lands
okkar verðum við að sjálfsögðu að fylgjast
með athöfnum hervelda í námunda við
land okkar.“
Leiðari 2. júlí.
Stöðnun þjóðlífsins
„Kommúnistar hafa að vísu sett fram rót-
tækar kröfur sem leiða mundu tíl stöðnun-
ar á flestum sviðum þjóðlífsins. Þeir hafa
þegar sett fram kröfur um þjóðnýtíngu, úr-
sögn úr Atlantshafsbandalaginu og brottför
varnarliðsins og fráhvarf frá efnahagssam-
vinnu við þjóðir Evrópu.“
Lciðari 4. júlí.
Alþjóðlegur heimskommúnismi
,Jóhann Hafstein vekur þarna athygli á
því, að heimskommúnisminn er alþjóðleg
stefna ...“
LeiSari 7. júli, vitnaS i rceSu J. H.
í VarSarferS.
Verulegir erfiðleikar
„Öryggi landsins hefur í rúma tvo ára-
tugi verið tryggt með þátttöku í Atlants-
hafsbandalaginu og dvöl bandaríska varn-
arliðsins ... Fráhvarf frá þessari stefnu nú
gætí augljóslega valdið þjóðinni verulegum
erfiðleikum eins og nú horfir.
LeiSari 10. júlí.
Ógœfa
„... ítrekaðar fregnir berast um það úr
herbúðum vinstri flokkanna, að þeir muni
lýsa því yfir, að þeir hyggist segja upp
varnarsamningnum við Bandaríkin og láta
varnarliðið hverfa úr landi. Ef það reynist
rétt, að væntanleg vinstri stjórn hyggist
leggja út í slíka æfintýramennsku á sama
tíma og mikið ríður á, að þjóðin standi
samhent um aðgerðir í landhelgismálinu,
má hún vænta þess að ábyrgir lýðræðissinn-
aðir menn, hvar í flokki sem þeir standa,
taki höndum saman tíl að forða slíkri
ógæfu.“
LeiSari 13. júlí.
í morgunsárið
„En eftír því tækifæri bíða kommúnistar
að geta sezt hér að völdum í skjóli sovét-
hermanna, sem yrði túlkað í þágu sósíal-
ismans, eins og í morgunsárið, þegar óvíg-
ur her birtíst innan við landamærin í
Tékkóslóvakíu."
Einar Örn Bjömsson, Mýnesi 14. júlí.
185