Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 111
Bréf frá f élagsmanui Bíldudal, 8. maí 1971. Á fyrstu árum Máls og menningar, þegar félagið var að ávinna sér vinsældir og út- breiðslu og ýmsar ráðagerðir voru á döf- inni, þó minna yrði úr framkvæmdum en til stóð (Arfur ísl. o. fl.), birti tímaritið stundum bréfkafla frá lesendum sem létu í Ijós áhuga á starfsemi félagsins og álit á bókum þess. Hin síðari ár hafa þessar raddir lesenda að líkindum orðið sjald- gæfari. Hefur mér virzt áhugi manna á bóklestri mjög hafa farið dvínandi eða orðið að sitja á hakanum fyrir margvísleg- um verkefnum og áhugamálum öðrum. Enn sem fyrr er þó starf útgáfufyrirtækis eins og Máls og menningar mikilvægt til við- halds íslenzku menningarlífi og jákvæðri skoðanamyndun á tímum vaxandi erils og óvissu, eða firringar, eins og það er kallað nú til dags. Ætti að vera augljós hin mikla nauðsyn þess að möguleikar félagsins á þessi sviði verði efldir og nýttir svo sem kostur er án þess hlutverk þess á sviði list- rænna bókmennta sé vanrækt. Félagið fór mjög glæsilega af stað á sín- um tíma og mun hafa náð til verulegs fjölda bókmenntaunnenda, og mundi svo hafa orðið áfram ef ekki hefði dregið svo mjög úr fjölbreytni félagsbókanna. Þegar útgáfan dróst saman og varð tvær, og stund- um jafnvel ein bók, auk tímaritsins, hlaut svo að fara að talsverður hluti félagsmanna létu það lönd og leið, enda varð ekki á þeim grundvelli komið til móts við marg- víslegan smekk og óskir lesenda. Með breyttu útgáfuformi og fjölgun félagsbók- anna nú fyrir fáum árum ætti þessi aðstaða að hafa breytzt til muna. Er ég þó þeirrar skoðunar að æskilegt væri að fjölga enn félagsbókunum og gefa valið frjálst um- fram fjórar bækur í stað þess að binda það við tvær og tvær. Væri athugandi að auka enn kiljuútgáfuna t. d. með útgáfu þýddra bókmenntalegra verka og e. t. v. aðskilja hana félagsbókaútgáfunni. Endurútgáfa ísl. ritverka er að sjálfsögðu nauðsynleg, en er, að mínum dómi, of fyrirferðarmikill þáttur félagsútgáfunnar meðan hún er ekki aukin frá því sem nú er, ekki sízt þegar meðfram er á döfinni útgáfa framhaldsverka (Hall- berg). Vel á minnzt, hvað líður útgáfu Mannkynssögunnar? Er sleifarlagið með hana ekki orðið félaginu bæði til tjóns og vansa? Svo ég minnist aðeins á félagsbækurnar vil ég láta í Ijós ánægju mína með Vonina blíðu Heinesens og bók Hallbergs, en þar kemur og til, að ég á fyrir fyrri hluta verks- ins, Vefarann mikla, í útgáfu Helgafells. Gallinn er hvað bækurnar eru orðnar gaml- ar, eða réttara sagt, hvað þær ná skammt. Thomas Mann er mér síður að skapi. Che var kærkominn og reyndar bók Jóhanns Páls, þó ýmislegt orki þar sjálfsagt tví- mælis. Það virðast nokkur brögð að því hjá ungum mönnum sem skrifa um sósíal- ísk viðfangsefni að þeir séu haldnir, eða 189
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.