Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 112
Tímarit Máls og menningar háðir, einhverri móðursjúkri vanstillingu gagnvart því sem þeir halda að sé undan Stalíns eða „stalínista" rótum runnið. Hafi „kommúnistar" nokkurntíma verið hand- gengnir Moskvalínunni svonefndu og trú- aðir á allt sem þaðan kom, virðist mér trú sumra þessara ungu manna á Krústjoffg- línuna frægu stórum barnalegri og glóru- lausari, og glámskyggni á staðreyndir oft stórspilla fyrir rökréttum niðurstöðum. Það virðist hafa farið framhjá þessum reiðu ungu mönnum að átrúnaðargoð þeirra hef- ur fyrir löngu verið tekið úr umferð og er óðum að ávinna sér þá vafasömu viður- kenningu að hafa verið mesti pólitískur trúður aldarinnar, ef ekki allra tíma, að Raspútín ekki undanskildum. Það er annað að viðurkenna mistök sem gerð hafa verið og læra af þeim en hitt, að gína gagnrýnis- laust við nýjum blekkingum. Mér kemur í þessu sambandi í hug grein í síðasta tímaritshefti um Lukács nokkurn, sem mun hafa verið nokkuð misvitur og jafnframt misskilinn bókmenntafræðingur, meira að segja ekki „ómóttækilegur fyrir dólgamarxistískum áhrifum", svo segja má að ekki væri skaði skeður þó hann héldi áfram að vera huldumaður fyrir flestum íslendingum. Greinarliöfundur Vésteinn Lúðvíksson, segist m. a. hafa skrifað grein- ina í geðvonzku útaf bókmenntaskrifum Gunnars Ben., enda segist hann þola fátt jafnilla og „stalínistískan eða kirkjulegan konforisma". Hann segist hins vegar hvorki hafa haft „löngun né nægilega þekkingu“ til að „taka íslenzk dæmi og laga raun- sæiskenningu Lukács að bókmenntum okk- ar“. Ég held að greinarhöfundur hefði átt að spara sér það ómak að skrifa þessa grein og tímaritinu þær rúmlega 60 síður sem greinin tekur yfir. Það er áreiðanlegt að lesendur hefðu orðið um margt fróðari og væntanlega öðlazt stórum betri aðstöðu til að gera sér grein fyrir stöðu ísl. bók- mennta í dag ef þeir V. L. og Gunnar Ben. hefðu notað þetta rúm til að ræða sósíal- íska afstöðu til bókmennta og íslenzka sér- stöðu, en slík umræða væri vissulega þörf og mundi mörgum kærkomin. Svo ég ræði enn nokkuð um tímaritið, þá er það eitt sem mér hefur þótt nokkuð á skorta einkum hin síðari ár, en það er bókmenntagagnrýni í formi ritdóma um nýútkomnar bækur. Á því sviði hafði tíma- ritið áunnið sér mikið álit. Bókaumsagnir hafa uppá síðkastið orðið all tilviljana- kenndar og stopular. Ætti tímaritið að mínum dómi ekki að slá slöku við í þessu efni ef kostur er, því ritdómar dagblað- anna, sem oftast er hellt yfir mann í jóla- ösinni, eru sjaldnast annað en handahófs- umsagnir eða hálfgildingsauglýsingar, sem lítt er mark á takandi. Ég vil þó í þessu sambandi þakka margar ágætar yfirlits- greinar um bókmenntir og höfunda, sem hirzt hafa í tímaritinu á undanförnum árum, svo sem greinar Kristins E. Andrés- sonar, og nú nýlega grein Jóns Sigurðs- sonar um kveðskap Þorsteins frá Hamri. Annað vil ég átelja, en það er sú leiða óregla sem oft hefur verið á útkomu tíma- ritsins. Væri þess brýn þörf að úr því yrði bætt. Ingimar Júlíusson. 190
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.