Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 115
Orðsending frá Máli og menningu
Stjórn Máls og menningar ákvað á síðastliðnu sumri að gefa út hlut-
deildarskuldabréfalán að upphæð kr. 3.000.000,00, í því skyni að bæta
úr tilfinnanlegum rekstrarfj árskorti sem háð hefur starfsemi félagsins
á undanförnum árum, svo og til að auðvelda nauðsynlegar endurbætur
á rekstri félagsins. Félagsmönnum er vel kunnugt að Mál og menning
hefur löngum átt við fjárskort að búa, en sérstaklega voru árin 1968
og 1969 óhagstæð sökum þeirrar gífurlegu og skjótu hækkunar sem
þá varð á öllum framleiðslukostnaði. Starfslið Máls og menningar er
mjög fámennt, en því nauðsynlegra er að nýta það sem bezt, en eyða
ekki kröftum þess aðallega í það að fleyta félaginu áfram frá degi til
dags. Á hinn hóginn væri mjög óhentugt að draga saman útgáfustarf-
semina; núverandi stjórnendum félagsins virðist að útgáfan megi raun-
ar ekki vera öllu minni en hún hefur verið undanfarin tvö ár, bæði til
þess að unnt sé að hafa hæfilega fjölbreytni í bókavalinu, og svo vegna
þess að minni framleiðsla gæti naumast borið uppi lágmarksrekstrar-
kostnað félagsins. Aftur er rétt að benda á það að Mál og menning
stendur á þeim grundvelli að vel ætti að vera gerlegt að halda rekstr-
inum í horfinu, ef aðeins tekst að gera starfsaðstöðuna viðunandi.
Af þessum sökum fer stjórn Máls og menningar þess á leit við félags-
menn að þeir kaupi sem flestir nokkurn hlut í umræddu láni, eftir því
sem aðstæður þeirra leyfa. Helmingur skuldabréfanna er þegar seldur,
en mikla áherzlu verður að leggja á það að selja hinn helminginn á
árinu 1972, að öðrum kosti kemur lánið ekki að því gagni sem því
er ætlað.
Tilhögun og skilmálar lánsins eru í stuttu máli sem hér segir:
Lánið er til tíu ára, en 1/10 hluti þess er dreginn út og endurgreidd-
ur árlega, í fyrsta skipti 15. september 1972. Lánið er tryggt með fast-
eignaveði og vextir hæstu löglegir fasteignalánsvextir á hverjum tíma.
Skuldabréfin eru gefin út í tveim stærðum: kr. 5.000,00 og kr.
20,000,00.
Með kveðju til félagsmanna.
Stjórn Máls og menningar.