Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 11
Sverrir Hólmarsson Gullin stef á skjöldu Vart er unnt að hugsa sér fegurri vöggugjöf til handa nýstofnuðu lýðveldi og nýfengnu sjálfstæði Islands en Kvœði Snorra Hjartarsonar, sem út kom árið 1944. I þeim kvæðum er að vísu sjaldnast vikið beint að íslensku þjóðerni eða sjálfstæði, en bókin er einn samfelldur ástaróður til íslenskrar tungu og menn- ingar og þar með forsendnanna fyrir því að við eigum rétt til að lifa sem sjálfráða þjóð í þessu landi. I ljóðum Snorra vefast saman með undraverðum hætti þeir þættir sem hafa skapað örlög íslenskrar þjóðar: náttúra landsins, saga þjóðarinnar og tunga hennar: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein. í augum Snorra eru þetta heilagir dómar, heilög þrenning þar sem ekkert eitt getur staðið án hinna tveggja. Þessi trúarjátning er grundvöllur alls þess sem Snorri hefur ort og sagt. í fyrsta kvæði fyrstu ljóðabókar sinnar, í Úlfdölum, lýsir Snorri framvindu frá vaknandi vitund til bjartsýni og hamingju og síðan til vonbrigða, saknaðar og villu, en lýkur með sýn til bjartari framtíðar. í þessu kvæði er saman komið mikið af þeim grunnstefjum, myndum og aðferðum sem Snorri á eftir að beita í skáldskap sínum. Kvæðið lýsir bjartri og fagurri fortíð, Það söng í limi, ég lék við streng, ég lék að heilögum dómum Nútíð þess er hins vegar dimm og það liggur engin leið aftur til fortíðarinnar: I djúpu rjóðri er reimt og dimmt, það rýkur hrímþoka um blómin og lykur spor alls sem liðið er í loðnum myrkheima gróðri. 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.