Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 11
Sverrir Hólmarsson
Gullin stef á skjöldu
Vart er unnt að hugsa sér fegurri vöggugjöf til handa nýstofnuðu lýðveldi og
nýfengnu sjálfstæði Islands en Kvœði Snorra Hjartarsonar, sem út kom árið
1944. I þeim kvæðum er að vísu sjaldnast vikið beint að íslensku þjóðerni eða
sjálfstæði, en bókin er einn samfelldur ástaróður til íslenskrar tungu og menn-
ingar og þar með forsendnanna fyrir því að við eigum rétt til að lifa sem sjálfráða
þjóð í þessu landi.
I ljóðum Snorra vefast saman með undraverðum hætti þeir þættir sem hafa
skapað örlög íslenskrar þjóðar: náttúra landsins, saga þjóðarinnar og tunga
hennar: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein. í augum Snorra eru þetta
heilagir dómar, heilög þrenning þar sem ekkert eitt getur staðið án hinna
tveggja. Þessi trúarjátning er grundvöllur alls þess sem Snorri hefur ort og sagt.
í fyrsta kvæði fyrstu ljóðabókar sinnar, í Úlfdölum, lýsir Snorri framvindu frá
vaknandi vitund til bjartsýni og hamingju og síðan til vonbrigða, saknaðar og
villu, en lýkur með sýn til bjartari framtíðar. í þessu kvæði er saman komið
mikið af þeim grunnstefjum, myndum og aðferðum sem Snorri á eftir að beita í
skáldskap sínum.
Kvæðið lýsir bjartri og fagurri fortíð,
Það söng í limi,
ég lék við streng,
ég lék að heilögum
dómum
Nútíð þess er hins vegar dimm og það liggur engin leið aftur til fortíðarinnar:
I djúpu rjóðri
er reimt og dimmt,
það rýkur hrímþoka
um blómin
og lykur spor alls
sem liðið er
í loðnum myrkheima
gróðri.
129