Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 62
Tfmarit Máls og menningar af hrifningu. Svo takmarkalaust lýgur Bild og ýkir, að það er engin leið að birta satíríska frétt í blaðinu, hún er bara tekin alvarlega. Eiginleg stjórnmál skipa lítið rúm í Bild, þó pólitísk lína blaðsins sé afdráttarlaus. Hvað sem líður yfirlýsingum um að blaðið taki ekki flokkspóli- tíska afstöðu er ljóst að það er algerlega á bandi kristilegra demókrata. Ólíkt t. d. Ekstrablaðinu í Danmörku tekur það eindregna afstöðu með máttarstólpum samfélagsins, hvort sem það eru stórkapítalistar eða harðskeyttir lögreglufor- ingjar. Wallraff rekur dæmi þess að sósíaldemókratar smjaðri fyrir Bild og reyni að sleikja ritstjórnina upp (Hann nefnir t. d. leiðtoga þeirra í Hannover) á meðan blaðið leggur sig fram við að upphugsa auglýsingabrellur handa for- ystumönnum kristilegra. Beri utanríkismál á góma er fjallað um þau í anda Reagans, andstæðingar Bild hljóta að að vera útsendarar Moskvu. Blaðið heldur ekki pólitískar ræður yfir lesendum sínum. Það á sér hugmyndafræði um heilbrigðan þjóðarlíkama, eins konar allsherjar samfélagssátt, og hver sem stofnar þeirri sátt í voða hlýtur að vera glæpamaður af einhverju tagi. í þessu ber dokumentarlýsingu Wallraffs og skáldsögu Bölls alveg saman, öil frávik frá staðlaðri „meðalhegðun“ eru gerð grunsamleg. Bók Wallraffs er auðlesin, hann hefur tekið mið af reglum blaðamennsk- unnar. Kaflamir eru stuttir, og þýskar setningaflækjur eru engar. Frásagnarað- ferðin er sú að reyna í sífellu að koma lesanda á óvart, segja honum frá hlutunum þannig að hann hljóti ósjálfrátt að efast um gildi þeirra, jafnvel vinnubrögð sem örugglega tíðkast á flestum dagblöðum virðast hæpin. Tónninn sveiflast milli barnslegrar undrunar og beisks háðs, stundum gægjast líka fram siðferðilegar áminningar. Lesandinn hlýtur auðvitað að sjá blaðið með augum Wallraffs/- Essers, hann er fulltrúi hins mannlega í bókinni. Siðferðisboðskapurinn minnir á Böll sem ekki skyidi undra, en mynd Wallraffs verður blæbrigðaríkari að því leyti að hann sýnir hvernig mótstöðuafl hans sjálfs veikist og siðferðisviðmið dofna við þessar vinnuaðstæður. Það er líka auðséð að bókin er skrifuð í skyndi, miklar umræður voru í gangi um þetta bragð Wallraffs, og hann flýtir sér að koma athugunum sínum á framfæri. Uppsiátturinn er blaðamennskubók, reportage, eins og flestar bækur Wall- raffs, með stórum fýrirsögnum, ljósmyndum og stuttum lesköflum. Fyrir- myndir sínar á Wailraff i fyrrnefndum Tretjakov og þjóðverjanum Egon Erwin Kisch, sem þróuðu þessa bókmenntagrein á þriðja áratugnum. í formálanum að þekktustu bók sinni lagði Kisch áherslu á að blaðamenn skyldu ekki leita langt yfir skammt í efnisöflun. „Ekkert kemur meira á óvart en hinn einfaldi sann- leikur, ekkert er meira framandi en okkar venjulega umhverfi, hvergi nýtur 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.