Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 118
Tímarit Máls og menningar
Það kom fram í 1. kafla greinarinnar að gagnrýni á skilvinduhlutverk og
innrætingu skólans er nauðsynlegur liður í sósíalískri gagnrýni en það er ekki
nóg með að hún sé ófullnægjandi ein og sér, heldur er hún einnig beinlínis
misvísandi. Markmið sósíalískrar baráttu er ekki að fólk eigi sem greiðasta leið á
milli stétta heldur að afnema stéttaskiptingu og kapítalíska verkaskiptingu.
Rangt er að skoða hina borgaralegu innrætingu eina og sér; þar með er hinn
huglægi þáttur stéttabaráttunnar slitinn úr tengslum við efnislegan grunn
hennar. Líta ber á hugmyndalega innrætingu skólans í ljósi hlutverks hennar við
„framleiðslu" vinnuafis. Grundvallargagnrýni sósíalista beinist gegn því að
kapítalisminn gerir mannfólkið að vinnuafli auðmagns. Vinna sem aðrir ráta og
fá afraksturinn af verður þungamiðjan i lífi okkar og markar alla aðra þætti.
Gagnrýni á kapítalískt skólakerfi felst í því að afhjúpa hvernig það á ríkan þátt í
að gera okkur að vinnuafli auðmagns og kúgar viðleitni okkar til sjálfstæðs
þroska. Gagnrýni á kapítalíska framleiðsluhætti er forsenda þess að við skiljum
af hverju og á hvern hátt kapítalískt skólakerfi afskræmir þroska okkar.
Að minu viti eru vinsamleg viðhorf sósíalistanna til menntunar til marks um
það að auðskipulagið hafi enn einu sinni komið aftan að þeim. Við hljótum að
gera okkur í hugarlund að í sósíalismanum verði þekkingarmiðlun með allt
öðru hætti; órofið frá framleiðslunni og bóklegir og verklegir, andlegir og
líkamlegir þættir verði að einni heild. I auðskipulagi er menntun hins vegar
tæki til að slíta þessa þætti í sundur og til að búa vinnuaflið sem best undir
arðrán. Þróun arðránsins, þróun framleiðsluferlisins er hreyfiafl skólans.
„Skólaumbætur“ eru einatt tæki til lausnar á aðkallandi vandamálum auð-
magns; þær geta jafnframt í stöku tilviki og/eða að afmörkuðu leyti bætt stöðu
verkalýðs frá þvi sem áður var. Séð frá sósíalísku sjónarmiði er umbótunum
markaður þröngur bás þar sem þær geta ekki brotist undan þvi kerfi sem fjötrar
verkalýð við einhæfa vinnu fyrir aðra. Umbæturnar beinast ávallt að því að
aðlaga verkafólk að hlutskipti sínu, því hlutskipti sem ákvarðast af auðmagns-
þróun og inniheldur m. a. þá langtímatilhneigingu að afhæfa líkamlega vinnu
og beita andlegri vinnu til að tryggja þá afhæfingu. Sú þróun gerir vinnuna ekki
einungis viðbjóðslega heldur þrýstir hún launum niður og brýtur á bak aftur
árangur verkalýðsbaráttu. Flestar skólaumbætur gegna því hlutverki að liðka til
fyrir þessa þróun á einn eða annan hátt, og nýjustu islensku dæmin, s. s.
samræming framhaldsskólanna, stefna eindregið í þá átt.
Þótt skólakennurum þyki það horfa til framfara að skólaganga lengist, taki
meira tillit til nemandans sem einstaklings o. s. frv., er það engin blessun fyrir
verkalýðinn að vinna æ einhæfari og meira slítandi störf, búa við vaxandi óvissu
236