Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 35
Guðbergur Bergsson Maðurinn sem varð fyrir óláni Þegar maðurinn þóttist vera sannfærður um að konan hans væri honum ótrú, þá hætti hann að stunda störf sín reglulega. Síðan hætti hann alveg að fara til vinnu. I fyrstu lá hann þögull heima, hugsi og drungalegur, en konan hafði ekki orð á neinu. Afskiptaleysi konunnar var manninum óræk sönnun þess að hún væri honum ótrú. Þess vegna hefði hún enga samúð með hans hugarvíli. Yfir manninum var kynlegur eyðileiki, en hann ákvað að láta ekki bera á dlfinningunni, og konan spurði einskis. Maðurinn var alltaf að brjóta heilann. Við nána athugun komst hann að þeirri niðurstöðu, að ef hann dveldi daglangt heima, þá gæti konan ekki verið honum ótrú. Og ef hún væri honum ekki ótrú, gæti hann ekki fengið sönnun fyrir sekt hennar. Helst hefði maðurinn kosið að standa konuna að verki, koma henni og friðli hennar í opna skjöldu. En þegar maðurinn sá í huganum konuna með öðrum, þá fann hann óljósan vanmátt hjá sér, og hann var sannfærður um að hann mundi ekki aðhafast neitt, þótt hann stæði konuna að verki. Ekki fer ég að lemja hana til óbóta, hugsaði maðurinn. Kvöl mannsins jókst, vegna þess hvað hann var vanmáttugur gagnvart sjálfum sér, konunni og tilfinningum sínum. Mér er nóg að ég viti að hún heldur fram hjá mér, hugsaði maðurinn. Þráfaldlega fór maðurinn í huganum yfir hvert atriði í fari konunnar, þegar hann dvaldi í návist hennar: hvernig hún var núna og hvernig hún hafði verið áður en hún var honum ótrú. Einhverra hluta vegna var fortíð konunnar í einhverri móðu, sem maðurinn gat ekki greitt sundur. Þegar maðurinn íhugaði málið greindi hann í rauninni engan mun. En ef hann snerti líkama konunnar núna, var auðsætt að einhver annar maður hefði einnig snert þennan líkama. „Ef maður er orðinn vanur líkama einhvers, þá finnst strax breyting á honum, ef annar snertir,“ hugsaði maðurinn og hann tautaði: 153
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.