Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 74
G'únter Wallraff
Síðasta úrræðið
Á hverjum degi leitar nauðstatt fólk til BILD. Þegar því finnst að yfirvöldin,
vinir eða fjölskylda hafi brugðist sér leitar það til dagblaðsins ,,síns“ sem síðasta
úrræðis. Einmana, örvinglaðir, lífsþreyttir sjálfsmorðingjar.
Hjá BILD vænta þeir sér hjálpar og skilnings á vandamálum sínum og að þau
verði gerð opinber. BILD elur á þessum vonum með dálki sem ber heitið „BILD
kemur til hjálpar“. Það er vettvangur til að veita mönnum útrás, kvartanapóst-
kassi, og um leið ókeypis upplýsingasjóður þar sem unnt er að vinsa úr frum-
legustu tilfellin sem síðan eru nýtt til hins ýtrasta.
Það sem ekki er nýtilegt er sent áfram. Þegar lesendur hringja með kvartanir
sínar og ritstjórinn kemst að raun um að ekki sé um neitt „söguefni“ að ræða
vísar hann þeim til Hamborgar. „Þetta heyrir ekki undir okkur. Þér verðið að
skrifa um það til sérútgáfunnar í Hamborg, ,BILD hjálpar‘.“ Þangað koma
daglega hátt á annað hundrað hjálparbeiðnir. Auðveldasta leiðin er sem sé sú að
vísa beiðnunum þangað.
Ritstjórarnir og aðstoðarmennirnir eiga það þó oft til að auðsýna þeim
ráðvilltu nokkurn skilning. En svo kemur stundum fyrir að hlutverkunum er
snúið við. Þeir sem hringja til að gefa raunum sinum útrás hjá BILD eru notaðir
sem ruslatunnur fyrir innibyrgða grimmd og hrottaskap ritstjóranna. Ég hef
margsinnis orðið vitni að því hvernig fólk í mikilli neyð leitaði ráða og fékk ekki
annað en háðsyrði og svívirðingar í stað hjálpar og huggunar.
Heribert Klampf sessunautur minn (tæplega þrítugur) svarar símahringingu
manns sem hefur tilkynnt að hann ætli að fyrirfara sér vegna þess að vinkona
hans sem er talsvert yngri en hann hefur farið frá honum. Meðan hann er að tala
við þennan „tilvonandi sjálfsmorðingja“ hefur hann hjá sér á skrifborðinu mynd
af manninum ásamt stúlkunni hans meðan allt lék í lyndi. Ekki veit ég hvernig
hann hefur náð i þessa mynd. Klampf, sem hætti í miðju laganámi og hefur góð
sambönd innan lögreglunnar, er meistari í að verða sér úti um myndir. Ef um er
að ræða að útvega mynd af einhverjum sem er nýlátinn, myrtum manni eða
barni sem hefur orðið kynferðisglæpamanni að bráð, getur Klampf séð fyrir því.
Hann ekur heim til aðstandenda, tautar eitthvað um að hann sé „að koma frá
lögreglunni“, og það eina sem þau skilja er orðið „lögregla“, eða hann nær sama
192