Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 65
Bókmenntir gegn gulripressu
erfiðara að fá fólk til starfa við blaðið. Það liggur líka í augum uppi að þeir sem
frétt hafa af þessari herferð lesa blaðið ekki lengur með sama hugarfari og áður.
Það ræðst af framhaldinu hvort Bild verður fyrir varanlegu áfalli. Blaðið mun
svara fyrir sig af æ meiri hörku: I fyrra fannst eitt helsta vitni Wallraffs gegn Bild
látið í íbúð sinni, eftir að hafa áður orðið fyrir árás á götu úti.-3
Möguleikar baráttubðkmennta
Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra þegar pólitískir baráttumenn hafa
dregið í efa rétt bókmenntanna til að vera ósvöruð spurning, „sannleiksleitandi
og gagnrýnar þegar þær spyrja, fullar efasemda og íhaldssamar þegar þær neita að
svara“ (Roland Barthes)24. Á hinn bóginn eru sósíalískir rithöfundar í fullum
rétti þegar þeir spyrja sig á hvern hátt þeir geti tekið þátt í baráttunni gegn
borgaralegri hugmyndafræði með verkum sínum. Umræðan um baráttubók-
menntir í borgaralegu samfélagi á sér rætur aftur í aldir, en hún varð sérstak-
lega öflug meðal sósíalista og kommúnista á þriðja og fjórða áratug
20. aldar. Þeir eru hins vegar ekki margir sem hafa leitast við að svara slíkum
spurningum með eigin ritverkum í Þýskalandi eftirstríðsáranna, þar er Wallraff
í fararbroddi. Hann á sér rætur í svonefndri Dortmunder Gruppe 61, fjöl-
skrúðugum hópi höfunda, gagnrýnenda og fagfélagsmanna, sem öðru fremur
hafði komið sér saman um að gera heim iðnverkafólks að listrænu viðfangs-
efni.25 Þessu fylgdi uppörvun til verkafólks um að skrifa um reynslu sína og
reyna að tileinka sér bókmenntalegar aðferðir. Félagsleg gagnrýni sat engan
veginn i fyrirrúmi, og allur skilningur á bókmenntalegu starfi var með hefð-
bundnu sniði.
Hópurinn átti í erfiðleikum með að koma hugverkum sínum á framfæri, það
voru helst innanfélagsblöð verkalýðshreyfingarinnar sem stóðu meðlimum hans
opin. Fyrstu „verksmiðjufrásagnir“ Wallraffs birtust í slíkum blöðum. Allt frá
upphafi síns ferils hefur hann haft samstarf við verkalýðsfélögin, og jafnan reynt
að halda fundi með verkafólki á þeim vinnustöðum sem hann hefur lýst.
Eftir því sem líður á sjöunda áratuginn fer ágreiningur innan hópsins (sem
taldi m. a. Max von der Griin innan sinna vébanda) vaxandi. Pólitískt þenkjandi
höfundar kljúfa sig út úr honum undir forystu Wallraffs og stofna 1970
„Starfssamtök um bókmenntir vinnustaðanna“, sem setti sér sósíalísk markmið
og einbeitti sér að því að afla liðsmanna úr verkalýðsstétt. Það er vísað til fyrri
verkalýðsbókmennta og varað við því að „litterarísera“ viðfangsefnið of mikið.
Á þessum árum hefur Wallraff litla sem enga trú á möguleikum fagurbók-
mennta, enda nefnist fyrirlestur hans á fyrsta fundi starfssamtakanna „Bók-
183