Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 103
Þjóðarmorð í El Salvador Annað dæmi um fjöldamorð er frá Morazán þar sem hersveitir dráðu 3.000 manna í undirbúnum sprengjuárásum þar sem m. a. var notað napalm. Fram ti! þessa hafa um það bil 12.000 manns verið tekin af lífi, og meirihluti þeirra pyndaður fyrst. íbúar E1 Salvador eru aðeins 4.354.000. Þannig hafa 0.3% af heildaríbúatölu landsins verið líflátin. Samsvarandi hlutfall af íbúatölu Bandaríkjanna væri nálægt 700 þúsundum manna, næstum tvöföld tala þeirra bandarísku hermanna sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Auk þessara hræðilegu fjöldamorða, morða og pyndinga er stöðugum og skipulegum ofsóknum beitt gagnvart bændasamfélögum, verkamannahverfum, verkalýðsfélögum, kirkjustofnunum, háskólastofnunum og öðrum. Þannig eru gerðar sprengjuárásir á þorp eða þau brennd til grunna, uppskera er brennd, hús verða fyrir vélbyssuskothríðum, gerð er húsleit og tekið herfang. Verkalýðsfé- lögin eru reyndar hervædd og heyra ekki undir atvinnumálaráðherra heldur varnarmálaráðherra. Verkalýðsleiðtogi sem kom fyrir réttinn skýrði frá því að atvinnurekendur ynnu iðulega að því ásamt lögreglu og her að bæla niður starfsemi verkalýðsfélaga. Þeir sem ekki væru samstarfsfúsir væru látnir ,,hverfa“. Svipaðri kúgun er beitt gagnvart menningarstofnunum. Dagblöð, útvarps- stöðvar, söfn og fræðslustofnanir eru lagðar í rúst og kennarar, námsmenn og blaðamenn hafa hver eftir annan verið pyndaðir og teknir af lífi. Spítalar og læknastöðvar hafa orðið fyrir sprengjuárásum og her og lögreglusveitir hafa ráðist þar inn og drepið sjúklinga, jafnvel meðan á meðferð stóð. Þessi kúgun og ofsóknir hafa haft í för með sér stórfellda fólksflutninga. 75 þúsundir sveitafólks hafa verið send nauðug í svokölluð „vernduð þorp“ þar sem hafðar eru á því stöðugar gætur og það sætir áreitni og ógnunum. Þessir nauðungarflutningar eru réttlættir með þvi að þeir séu nauðsynlegir vegna framkvæmda á jarðaumbótum. Þannig gerðist það í janúar 1980 að herinn gaf íbúum La Laguna og Concasto í Chalatenango-héraði skipun um að yfirgefa heimili sín og flytjast ásamt félögum i ORDEN, illræmdri vopnaðri fasistasveit, inn í klaustur í Las Vueltas. Síðan var hafin fyrirvaralaus skothríð á alla þá sem ekki höfðu flust inn í klaustrið. A innan við þremur vikum höfðu 29 menn verið drepnir á þessu svæði. Staðfestar tölur um hús sem brennd voru og eyðilögð voru hátt á sjötta hundrað. Ofsóknirnar hafa einnig valdið því að 92.500 menn hafa neyðst til að flýja land, 40.000 til Hondúras, 40.000 til Mexíkó, 10.000 til Belize og 2.500 til Costa Rica. Bæði E1 Salvador-nefnd Spænska kirkjuráðsins og mörg vitni skýrðu frá áreitni og lítilsvirðingu sem þessir flóttamenn sæta af yfirvöldum viðkomandi 221
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.