Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 103
Þjóðarmorð í El Salvador
Annað dæmi um fjöldamorð er frá Morazán þar sem hersveitir dráðu 3.000
manna í undirbúnum sprengjuárásum þar sem m. a. var notað napalm.
Fram ti! þessa hafa um það bil 12.000 manns verið tekin af lífi, og meirihluti
þeirra pyndaður fyrst. íbúar E1 Salvador eru aðeins 4.354.000. Þannig hafa 0.3%
af heildaríbúatölu landsins verið líflátin. Samsvarandi hlutfall af íbúatölu
Bandaríkjanna væri nálægt 700 þúsundum manna, næstum tvöföld tala þeirra
bandarísku hermanna sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni.
Auk þessara hræðilegu fjöldamorða, morða og pyndinga er stöðugum og
skipulegum ofsóknum beitt gagnvart bændasamfélögum, verkamannahverfum,
verkalýðsfélögum, kirkjustofnunum, háskólastofnunum og öðrum. Þannig eru
gerðar sprengjuárásir á þorp eða þau brennd til grunna, uppskera er brennd, hús
verða fyrir vélbyssuskothríðum, gerð er húsleit og tekið herfang. Verkalýðsfé-
lögin eru reyndar hervædd og heyra ekki undir atvinnumálaráðherra heldur
varnarmálaráðherra. Verkalýðsleiðtogi sem kom fyrir réttinn skýrði frá því að
atvinnurekendur ynnu iðulega að því ásamt lögreglu og her að bæla niður
starfsemi verkalýðsfélaga. Þeir sem ekki væru samstarfsfúsir væru látnir
,,hverfa“.
Svipaðri kúgun er beitt gagnvart menningarstofnunum. Dagblöð, útvarps-
stöðvar, söfn og fræðslustofnanir eru lagðar í rúst og kennarar, námsmenn og
blaðamenn hafa hver eftir annan verið pyndaðir og teknir af lífi. Spítalar og
læknastöðvar hafa orðið fyrir sprengjuárásum og her og lögreglusveitir hafa
ráðist þar inn og drepið sjúklinga, jafnvel meðan á meðferð stóð.
Þessi kúgun og ofsóknir hafa haft í för með sér stórfellda fólksflutninga. 75
þúsundir sveitafólks hafa verið send nauðug í svokölluð „vernduð þorp“ þar
sem hafðar eru á því stöðugar gætur og það sætir áreitni og ógnunum. Þessir
nauðungarflutningar eru réttlættir með þvi að þeir séu nauðsynlegir vegna
framkvæmda á jarðaumbótum. Þannig gerðist það í janúar 1980 að herinn gaf
íbúum La Laguna og Concasto í Chalatenango-héraði skipun um að yfirgefa
heimili sín og flytjast ásamt félögum i ORDEN, illræmdri vopnaðri fasistasveit,
inn í klaustur í Las Vueltas. Síðan var hafin fyrirvaralaus skothríð á alla þá sem
ekki höfðu flust inn í klaustrið. A innan við þremur vikum höfðu 29 menn
verið drepnir á þessu svæði. Staðfestar tölur um hús sem brennd voru og
eyðilögð voru hátt á sjötta hundrað.
Ofsóknirnar hafa einnig valdið því að 92.500 menn hafa neyðst til að flýja
land, 40.000 til Hondúras, 40.000 til Mexíkó, 10.000 til Belize og 2.500 til Costa
Rica. Bæði E1 Salvador-nefnd Spænska kirkjuráðsins og mörg vitni skýrðu frá
áreitni og lítilsvirðingu sem þessir flóttamenn sæta af yfirvöldum viðkomandi
221