Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 61
Bókmenntir gegn gulri pressu
sinnum ráða svo blaðamennirnir fram úr einhverju vandamáli — yfírleitt dugir
eitt símtal því flestir óttast ofurvald blaðsins — en að öllu jöfnu er þetta aðeins
ódýr aðferð til að hafa fréttir út úr lesendum. Hér má taka annað dæmi úr
Vitnum ákcerandans sem er af meinlausara taginu, en sýnir aðferðina í hnot-
skurn. Þrítug kona snýr sér til Bild-þáttarins, af því að hún heldur að öku-
kennarinn sé að svindla á sér og láti sig taka alltof marga tíma. Bild lofar að
hjálpa henni og fréttamenn kjafta mynd út úr konunni. Daginn eftir birtist
flennifyrirsögn: „Frú A.ffuilt nafn) er martröð ökukennarans“ og fylgja allir
fordómarnir um konur við stýri ásamt samúðarfullu viðtali við ökukennarann.
Konan verður að athlægi meðal starfsfélaga og það er flautað á hana hvar sem
hún þekkist á götu. Hún skiptir um ökukennara (Fyrirsögn í Bild: „Eftir 75
tíma — ökukennarinn gafst upp“). Tveimur vikum seinna tekur hún bílpróf og
sendir Bild ljósrit af ökuskírteininu sínu, svo þeir hætti þessu. Svarið kom um
hæl með stórfrétt: „Varúð! Frú A., þessi með 75 tímana, er komin með bíl-
pióf!“ og útleggingum efrír því. Bild reynir að fylkja lesendum bak við sig
með því að vera nógu hávaðasamt og agressíft blað, spilar inn á sama sálræna
mynstur og oft er gert í bamauppeldi: tekin er afstaða með hinum sterkari,
árásaraðilanum, svo viðkomandi geti bætt sér upp eigin veikleika og van-
mátt.
Wallraff reynir ekki að svara þeirri spurningu af hverju svona margir lesi Bild.
Hann lítur ekki á Bild sem dagblað heldur sem eins konar dóp. Lesandinn er
ekki að sækjast eftir neinum upplýsingum og honum er mætavel ljóst að blaðið
ýkir alltaf stórlega, að dómi Wallraffs. Hann er að kaupa sér örvandi lyf
(Uppslátturinn s. 60). Það er athyglisvert að í einni af verksmiðjufrásögnum
sínum frá sjöunda áratugnum hafði Wallraff lýst þeirri stöðugu þreytutilfinn-
ingu sem fylgir færibandavinnunni og sagt m. a.: „Ég fann, að ég var næstum
hættur að geta lesið, greip bara til Bild eins og allir hinir.“19 Auðvitað má leita
skýringarinnar á útbreiðslu Bild meðal verkafólks m. a. hér, en það skýrir ekki að
fullu af hverju Bild-uppskriftin hefur reynst svona notadrjúg. Wallraff er ekki
að greina blaðið, hann er að lýsa reynslu sinni af því og bók hans markar upphaf
að heilli herferð gegn blaðinu, sem nú hefur staðið á fimmta ár. Hann sýnir skýrt
fram á að Bild sýnir lesendum sínum nánast ótrúlega fyrirlitningu, bregst í
sífellu trausti þeirra og trúnaði. Nokkrum sinnum reynir Wallraff að koma
sjálfum sér að í blaðinu. Hann hefur t. d. viðtal við frægan afturhaldssaman
herforingja á eftirlaunum (fyrirsögnin: „Síðasti herflokkur hans eru þrír
hundar“) og reynir að færa það svo í stilinn að þar sé allt háð fremur en lof. En
það kemur fyrir lítið: ritstjórnin er hæstánægð og herforinginn sjálfur klökkur
179