Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 21
Hauströkkriðyfir mér
hjúfurregn og í skini náttháls og dagmána getur það sem við sjáum orðið
húmgrœnt ogsólmisturblátt. I hverju ljóðinu eftir annað rekumst við á línur, orð
og hugmyndir sem vísa fram og aftur um veröld bókmennta og menningarsögu.
Enginn getur skilið Kuml á heiði, Á Hvalsnesi eða Endurfundi til hlítar nema sá
sem á íslensku að móðurmáli, engum öðrum segja orðin „legg í lófa karls“ alla
söguna. En við Aríel, Rembrandt, Tunglskinssónötuna, Dauðann og stúlkuna,
eplið rauða, loga hins svipanda sverðs og leiðina að lífsins tré, blysin sem nálgast
grasgarðinn, einhyrning eða hjört með kross milli hornanna kannast fleiri. Og
ljóð eins og Lindin t mónum, Skuggar og mörg önnur leiða okkur á spor fornra
heimspekinga sem voru að velta fyrir sér eðli skáldskapar, gildi og raunveruieik
hluta og hugmyndar, fyrirmynd og eftirlíkingu, hugtökum eins og m'tmesis og
kátharsis. En í fullu samræmi við yrkisefni og viðhorf skáldsins hefur skáld-
skaparaðferð þess breytt formgerð og yfirbragði ljóðanna, þó að í Laufum og
stjómum sæist glöggt hvert stefndi.
Ljóðin í Hauströkkrinu yfir mér eru lofsöngvar til alls sem reynslan kennir
okkur á langri leið að sé eilíft og fagurt í lífinu og á jörðinni, þess virði að verja
það og lofsyngja þrátt fyrir allt, til fegurðar og góðvildar sem er mest af öllu og
mun lifa allt í rangsnúnum heimi. En lífið sjálft getur verið svo nakið og
varnarlaust, fegurð náttúrunnar svo viðkvæm og hverful og hugurinn sem
skynjar það svo misháður angurværð og gleði á hverrri tíð þegar sandurinn í
stundaglasinu fer að renna hraðar, að tjáningu reynslunnar hæfir best einföld
samþjöppun hinna innhverfu, lýrísku stefja.
Nú eru ljóðin styttri en áður, hljófærið oftast lægra stillt. Vefur rímskrúðsins
er horfinn og stefnt að galdri einfaldleikans, þó að rímið njóti réttar síns þar sem
við á og ljóðstafirnir kallist á að fornum hætti og ráði miklu um hrynjandina.
Ljóðin lifa og anda af því að fjötrar listrænnar formskynjunar eru löngu
orðnir gagnsæir. Markmiðið er æ færri orð, hnitmiðaðra form, skýrari myndir
sem dýpka hugsun og skynjun skáldsins og laða hana skýrar fram en áður.
í einu ljóðinu í Laufum og stjömum talar Snorri um „heim manns á hvörfum
milli tveggja heima“. Þess sér víða stað að hann finnur aldurinn færast yfir.
Hauströkkrið yfir honum er allt í senn: hauströkkrið sjálft, hauströkkur lifsins
og hauströkkrið í heiminum. Það heillar í fegurð sinni, en nægir honum ekki.
Rökkrið og aldurinn hafa skerpt fegurðarskyn hans og vekja með honum þrá,
minningu og söknuð. En jafnframt þráir hann nýtt líf, nýja reynslu, upprisu
vorsins, skáldskaparins og náttúrunnar sem fyllir höndina friði og þrótti. Hon-
um er ekki alltaf bjart fyrir sjónum. Margt hefur valdið honum vonbrigðum.
Gildismat samtíðarinnar er honum framandi. Hann er gestur veruleika sem
139