Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 13
Gullin stef á skjöldu
En kvæðið er auðvitað fyrst og fremst náttúrumynd, það lýsir vornótt og
sólaruppkomu á bernskuslóðum Jónasar Hallgrímssonar. Eins og oftast í
kvæðum Snorra er landið, náttúran, sá grunnur sem annað er byggt á. En
tengslin við þjóðina, sem hvergi er minnst á berum orðum í þessu kvæði, hver
eru þau? Línur í öðru erindi koma okkur á sporið:
Stjarnan við bergtindinn bliknar
brosir og slokknar
Hér er augljós vísun til ástarstjörnu Jónasar, en um leið vikið óbeint að dauða
hans. Þá er lýst hinum almenna samfögnuði sem verður í náttúrunni við
sólaruppkomuna. Ein skepna tekur ekki þátt i honum, gimbillinn hvíti sem
hefur fallið í lauffalda gjótu. Ég vil ekki þreyta menn með ofskýringu, tengslin
við örlög Jónasar og uppgang islensku þjóðarinnar eru augljós.
En það er fleira sem tengir og hér kemur að tungunni. Málfar kvæðisins
endurómar af tungutaki Jónasar Hallgrimssonar, en er þó skilyrðislaust per-
sónulegt málfar Snorra. Þetta gildir bæði um einstök orð í textanum: góður,
brosir, nýr, léttfætt, og einnig um atriði eins og þegar Snorri segir gimbilinn
hvíta vera gulan á brár, sem er nákvæmlega aðferð Jónasar til að glæða myndir
sínar lífi. Það er ótrúlegt hversu miklum víddum þrenningar lands, þjóðar og
tungu hefur verið þjappað saman í þessar fáu línur.
Skyldleiki Snorra við Jónas Hallgrímsson er ótvíræður. Það má gera sér i
hugarlund að sú ramma taug sem tengir þá saman hafi herst og styrkst á
útlegðarárum Snorra frá Islandi, við Noregsdvöl hans. Snorri hefur lýst þessum
tengslum í kvæðinu Hviids Vinstue þar sem hann hlustar á hinstu fótatök
Jónasar:
Heyri þau heyri þau óma
i hugar míns djúpi sem fyr
á langferðum lífs míns og brags
Og reyndar er skyldleikinn ljós hverjum þeim sem gaumgæfir ljóð þeirra beggja.
Hagleikurinn, hin fullkomna bygging, þrotlaus leit eftir hinu fagra og góða. Og
einbeitingin að einföldum og eilífum lífsgildum sem gerir að verkum að báðir
nota meira og betur en önnur skáld einföldustu en um leið flóknustu orð
tungunnar, þau sem vandmeðförnust eru, orð eins og lif, þrá, draumur, ljóð,
hjarta, sóþgóður, heill, heima. Orð af þessu tagi eru vandmeðfarin vegna þess að
131