Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 13
Gullin stef á skjöldu En kvæðið er auðvitað fyrst og fremst náttúrumynd, það lýsir vornótt og sólaruppkomu á bernskuslóðum Jónasar Hallgrímssonar. Eins og oftast í kvæðum Snorra er landið, náttúran, sá grunnur sem annað er byggt á. En tengslin við þjóðina, sem hvergi er minnst á berum orðum í þessu kvæði, hver eru þau? Línur í öðru erindi koma okkur á sporið: Stjarnan við bergtindinn bliknar brosir og slokknar Hér er augljós vísun til ástarstjörnu Jónasar, en um leið vikið óbeint að dauða hans. Þá er lýst hinum almenna samfögnuði sem verður í náttúrunni við sólaruppkomuna. Ein skepna tekur ekki þátt i honum, gimbillinn hvíti sem hefur fallið í lauffalda gjótu. Ég vil ekki þreyta menn með ofskýringu, tengslin við örlög Jónasar og uppgang islensku þjóðarinnar eru augljós. En það er fleira sem tengir og hér kemur að tungunni. Málfar kvæðisins endurómar af tungutaki Jónasar Hallgrimssonar, en er þó skilyrðislaust per- sónulegt málfar Snorra. Þetta gildir bæði um einstök orð í textanum: góður, brosir, nýr, léttfætt, og einnig um atriði eins og þegar Snorri segir gimbilinn hvíta vera gulan á brár, sem er nákvæmlega aðferð Jónasar til að glæða myndir sínar lífi. Það er ótrúlegt hversu miklum víddum þrenningar lands, þjóðar og tungu hefur verið þjappað saman í þessar fáu línur. Skyldleiki Snorra við Jónas Hallgrímsson er ótvíræður. Það má gera sér i hugarlund að sú ramma taug sem tengir þá saman hafi herst og styrkst á útlegðarárum Snorra frá Islandi, við Noregsdvöl hans. Snorri hefur lýst þessum tengslum í kvæðinu Hviids Vinstue þar sem hann hlustar á hinstu fótatök Jónasar: Heyri þau heyri þau óma i hugar míns djúpi sem fyr á langferðum lífs míns og brags Og reyndar er skyldleikinn ljós hverjum þeim sem gaumgæfir ljóð þeirra beggja. Hagleikurinn, hin fullkomna bygging, þrotlaus leit eftir hinu fagra og góða. Og einbeitingin að einföldum og eilífum lífsgildum sem gerir að verkum að báðir nota meira og betur en önnur skáld einföldustu en um leið flóknustu orð tungunnar, þau sem vandmeðförnust eru, orð eins og lif, þrá, draumur, ljóð, hjarta, sóþgóður, heill, heima. Orð af þessu tagi eru vandmeðfarin vegna þess að 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.