Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 24
Helga Kress
Mannsbarn á myrkri heiði
Um samband listar ogþjóðfelags t kvceði eftir Snorra Hjartarson
I
í umræðu um íslenska ljóðgerð siðari ára hefur mjög gætt þeirrar tilhneigingar,
að sett eru skörp skil milli þeirra ljóða sem kalla mætti þjððfélagsleg og hinna
sem nefnd eru innhverf. Þjóðfélagslegu ljóðin fjalla um félagsleg og pólitísk mál
líðandi stundar á opinskáan hátt, meðan innhverfu ljóðin snúast um persónu-
legt líf skáldsins, tilfinningar þess og hugsanir, og láta lítið uppi um það
þjóðfélagslega umhverfi sem það lifir í. Oft eru þessar tvær tegundir ljóðagerðar
settar upp sem beinar andstæður, þar sem þjóðfélagslegu ljóðin ein teljast
skirskota til almennings og þannig skipta máli i pólitískri baráttu. Á innhverfu
ljóðin er hins vegar litið sem einangraða tjáningu á einkamálum og sálarlifi þess
sem þau yrkir, án nokkurra teljandi tengsla við þjóðfélagið að öðru leyti. Hér er
með öðrum orðum verið að skilja á milli þjóðfélags og einstaklings, á milli
opinbers lífs og einkalífs, og það á kostnað hins síðarnefnda, sem ekki er talið
jafnmikilvægt.1 í þessari grein mun ég leitast við að sýna fram á, að slíkt
viðhorf til ljóða hlýtur að byggjast á nokkuð yfirborðslegum lestri þeirra, þar
sem fremur er hugað að málskrúðsnotkun og ytra formi en raunverulegri
merkingu. Og ég mun taka dæmi af kvæði eftir Snorra Hjartarson.
MÉR DVALDIST OF LENGI
Mér dvaldist of lengi það dimmir af nótt
haustkaldri nótt á heiði.
Ég finn lynggróna kvos við lækjardrag
og les saman sprek í eldinn
barnsmá og hvít og brotgjörn sprek.
Sjá logarnir leika við strauminn
rísa úr strengnum með rödd hans og glit.
Ó mannsbarn á myrkri heiði
142