Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 24
Helga Kress Mannsbarn á myrkri heiði Um samband listar ogþjóðfelags t kvceði eftir Snorra Hjartarson I í umræðu um íslenska ljóðgerð siðari ára hefur mjög gætt þeirrar tilhneigingar, að sett eru skörp skil milli þeirra ljóða sem kalla mætti þjððfélagsleg og hinna sem nefnd eru innhverf. Þjóðfélagslegu ljóðin fjalla um félagsleg og pólitísk mál líðandi stundar á opinskáan hátt, meðan innhverfu ljóðin snúast um persónu- legt líf skáldsins, tilfinningar þess og hugsanir, og láta lítið uppi um það þjóðfélagslega umhverfi sem það lifir í. Oft eru þessar tvær tegundir ljóðagerðar settar upp sem beinar andstæður, þar sem þjóðfélagslegu ljóðin ein teljast skirskota til almennings og þannig skipta máli i pólitískri baráttu. Á innhverfu ljóðin er hins vegar litið sem einangraða tjáningu á einkamálum og sálarlifi þess sem þau yrkir, án nokkurra teljandi tengsla við þjóðfélagið að öðru leyti. Hér er með öðrum orðum verið að skilja á milli þjóðfélags og einstaklings, á milli opinbers lífs og einkalífs, og það á kostnað hins síðarnefnda, sem ekki er talið jafnmikilvægt.1 í þessari grein mun ég leitast við að sýna fram á, að slíkt viðhorf til ljóða hlýtur að byggjast á nokkuð yfirborðslegum lestri þeirra, þar sem fremur er hugað að málskrúðsnotkun og ytra formi en raunverulegri merkingu. Og ég mun taka dæmi af kvæði eftir Snorra Hjartarson. MÉR DVALDIST OF LENGI Mér dvaldist of lengi það dimmir af nótt haustkaldri nótt á heiði. Ég finn lynggróna kvos við lækjardrag og les saman sprek í eldinn barnsmá og hvít og brotgjörn sprek. Sjá logarnir leika við strauminn rísa úr strengnum með rödd hans og glit. Ó mannsbarn á myrkri heiði 142
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.