Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 18
Tímarit Máls og menningar frjórrar gleði“. Það gerði hann á stundum áður fyrr með beinni skírskotun en verið hefur nú um skeið og þess hafa sumir saknað við lestur seinni ljóða hans. En mikil grunnfærni væri að halda að skáldið væri hætt að „kenna til í stormum sinna tíða“. Eg er fyrir mitt leyti sannfærður um að sitthvað fleira en einka- reynsla þess veldur því að í síðustu bók sinni segir Snorri að hugur sinn sé „einatt hlaðinn haustgráum skýum og þungum“. Eða af hvaða rót er runninn treginn yfir hinni glötuðu paradís í ljóðinu Utlaganum eða kvöl og angist hins hryllilega náttstaðar sem ferðamaðurinn forðar sér frá „út á veginn til Jeríkó“ í samnefndu kvæði? Getur ekki verið að þessi ljóð eigi sér beinna tilefni en liggur í augum uppi vegna þess sem gerst hefur á okkar dögum? Þess eru mörg dæmi að skáld hafi á efri árum ort heilar ljóðabækur sem að efni til eru eins og yfirlit fyrri ljóða og fela í sér hugmyndaheim þeirra. Skáldið leikur þar að nýju á gamla strengi, semur tilbrigði við gömul lög. Mér finnst þetta að mörgu leyti eiga við um bók Snorra Hjartarsonar, Hauströkkriðyfir mér. Eigi ég að fara um heim þeirrar bókar almennum orðum, verð ég aftur að minna á þann rómantíska hugmyndaheim sem Snorra er eiginlegast að dvelja í. Það er fegurð hans, friður og yndi sem skáldið óskar mönnunum að mega búa við þrátt fyrir vonbrigðin sem víxlspor þeirra valda. Og töfrar ljóðanna eru m. a. fólgnir í því að í deiglu skáldlegrar skynjunar umbreytist hvert ytra tilefni, öll raunsæ veraldar- og mannfélagssýn skáldsins, með svo listrænum hætti yfir í myndmál þessa hugmyndaheims að hvergi verður lengur greint milli efnis og forms, milli innri og ytri veruleika. A þessari list, þessum samruna hins raunsæja og rómantíska, hefur Snorri með árunum náð slíkum tökum að heita má ógerningur að tala um einstök ljóð hans. Hann er búinn að fela alla enda svo vandlega að ekkert verður rakið upp. Sú staðreynd sýnir öðru betur, hvílíkur „hagsmiður bragar“ hann er, að ljóð hans sanna sig þannig sjálf, ein og óstudd. Hann veit að pólitísk og félagsleg vitund getur blásið að glóðum skáldskapar, en jafn sannfærður er hann um að pólitískar upphrópanir og fullyrðingar eru ekki skáldskapur einar sér. Þær þurfa ummyndunar við til þess að svo megi verða og heitt geð sem atburðir líðandi stundar láta ekki í friði verður hvert skáld að sveigja miskunnarlaust undir kröfur listrænnar efnismeðferðar. Hver sem kveikjan hefur verið að ljóðum Snorra, hefur skáldleg skynjun hans og fast- heldni við þessa kröfu hafið þau nógu hátt yfir fyrsta áfangann á leið þeirra til lesandans til þess að strjúka af þeim allan hversdagssvip og með timanum hefur skáldið æ oftar kosið að dylja beint tilefni þeirra svo að það truflaði hann ekki. Lattf og stjömur var nýr áfangi í skáldskap Snorra og Hauströkkriðyfir mér er eins eðlilegt framhald þeirrar bókar og mest má verða. Yrkisefnin eru svipuð og 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.