Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 48
Tímarit Má/s og menningar
veltna um möguleika bókmennta til baráttu gegn höfuðstöðvum borgaralegs
vitundariðnaðar. Wallraff og Böll eru báðir meðal mest lesnu höfunda
V-Þýskalands, en samanlögð upplög ofannefndra bóka eru innan við þriðjungur
af daglegu upplagi Bild. Svo ekki er nú slagurinn jafn.
Haust í Þýskalandi
Þýska Sambandslýðveldið er óumdeilanlegt forysturíki Efnahagsbandalagsins,
hvað sem þrjóskulegum staðhæfingum breskra og franskra ráðamanna kann að
líða. Þessi staða byggist auðvitað framar öðru á efnahagslegum styrk V-Þýska-
lands, því að leiðtogar landsins hafa af sögulegum ástæðum orðið að fara varlega
með orð og yfirlýsingar um utanríkispólitísk efni. En það er ekki síst í innan-
ríkismálum sem aðrar vestrænar ríkisstjórnir hafa litið þá þýsku öfundaraugum,
því að þar hefúr pólitískt jafnvægi — þ.e. kyrrstaða — verið með fyrirmyndarsniði,
hvað sem líður þeim efnahagslegu skakkaföllum sem Vesturlönd hafa mátt þola
eftir 1973. Það hefur komið i hlut evrópskra vinstrimanna að vekja athygli á
bakhlið ,hins þýska módels1. Þar blasa við sífellt nýjar takmarkanir á lýðrétt-
indum og möguleikum til að berjast fyrir pólitískum og félagslegum valkosti
við þann kapítalisma, sem helstu stjórnmálaflokkar V-Þýskalands verja í öllum
grundvallaratriðum. Þessar lýðréttindaskerðingar (Berufsverbot, ritskoðunar-
reglur, takmarkanir á frelsi til að mótmæla) hafa einkum verið áberandi á
áttunda áratugnum og notið víðtæks stuðnings meðal íbúa landsins. En auð-
vitað er ekki alltaf sami kuldinn í pólitísku veðurfari Sambandslýðveldisins, og
sennilega hafa þessar aðgerðir náð hámarki — í bili — 1977, árið sem Uppsláttur
Wallraffs kom út. Um það leyti náði einangrun hins þýska vinstrivængs (til
vinstri við forystu kratanna í SPD) hámarki, og eitthvað hafa yfirvöld farið
varlegar við beitingu allra hinna nýju reglugerða síðan.
Það er mikilvægt að hafa í huga að þessar takmarkanir á lýðréttindum fólu
ekki í sér neinar grundvallarbreytingar á pólitískum strúktúr Sambandslýð-
veldisins, eins og stjórnmálafræðingurinn Heide Gerstenberger bendir á í greind
Öllu heldur má segja að þeirri þróun í frjálsræðisátt sem varð undir lok sjöunda
áratugarins hafi verið snúið við. Því má ekki gleyma að hinar róttæku borgara-
legu frelsishreyfingar 19. aldar komust aldrei til verulegra áhrifa í Þýskalandi. Öll
sú öld ber einkenni ófullgerðrar borgaralegrar lýðræðisbyltingar. Auðvitað
hefur þessi staðreynd haft áhrif á 20. öld: Borgaralegt andóf gegn nasismanum
var mjög veikburða, og það var ekki langt liðið á sjötta áratuginn þegar þýski
kommúnistaflokkurinn hafði verið bannaður að nýju — um leið og sjálft
166