Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 48
Tímarit Má/s og menningar veltna um möguleika bókmennta til baráttu gegn höfuðstöðvum borgaralegs vitundariðnaðar. Wallraff og Böll eru báðir meðal mest lesnu höfunda V-Þýskalands, en samanlögð upplög ofannefndra bóka eru innan við þriðjungur af daglegu upplagi Bild. Svo ekki er nú slagurinn jafn. Haust í Þýskalandi Þýska Sambandslýðveldið er óumdeilanlegt forysturíki Efnahagsbandalagsins, hvað sem þrjóskulegum staðhæfingum breskra og franskra ráðamanna kann að líða. Þessi staða byggist auðvitað framar öðru á efnahagslegum styrk V-Þýska- lands, því að leiðtogar landsins hafa af sögulegum ástæðum orðið að fara varlega með orð og yfirlýsingar um utanríkispólitísk efni. En það er ekki síst í innan- ríkismálum sem aðrar vestrænar ríkisstjórnir hafa litið þá þýsku öfundaraugum, því að þar hefúr pólitískt jafnvægi — þ.e. kyrrstaða — verið með fyrirmyndarsniði, hvað sem líður þeim efnahagslegu skakkaföllum sem Vesturlönd hafa mátt þola eftir 1973. Það hefur komið i hlut evrópskra vinstrimanna að vekja athygli á bakhlið ,hins þýska módels1. Þar blasa við sífellt nýjar takmarkanir á lýðrétt- indum og möguleikum til að berjast fyrir pólitískum og félagslegum valkosti við þann kapítalisma, sem helstu stjórnmálaflokkar V-Þýskalands verja í öllum grundvallaratriðum. Þessar lýðréttindaskerðingar (Berufsverbot, ritskoðunar- reglur, takmarkanir á frelsi til að mótmæla) hafa einkum verið áberandi á áttunda áratugnum og notið víðtæks stuðnings meðal íbúa landsins. En auð- vitað er ekki alltaf sami kuldinn í pólitísku veðurfari Sambandslýðveldisins, og sennilega hafa þessar aðgerðir náð hámarki — í bili — 1977, árið sem Uppsláttur Wallraffs kom út. Um það leyti náði einangrun hins þýska vinstrivængs (til vinstri við forystu kratanna í SPD) hámarki, og eitthvað hafa yfirvöld farið varlegar við beitingu allra hinna nýju reglugerða síðan. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessar takmarkanir á lýðréttindum fólu ekki í sér neinar grundvallarbreytingar á pólitískum strúktúr Sambandslýð- veldisins, eins og stjórnmálafræðingurinn Heide Gerstenberger bendir á í greind Öllu heldur má segja að þeirri þróun í frjálsræðisátt sem varð undir lok sjöunda áratugarins hafi verið snúið við. Því má ekki gleyma að hinar róttæku borgara- legu frelsishreyfingar 19. aldar komust aldrei til verulegra áhrifa í Þýskalandi. Öll sú öld ber einkenni ófullgerðrar borgaralegrar lýðræðisbyltingar. Auðvitað hefur þessi staðreynd haft áhrif á 20. öld: Borgaralegt andóf gegn nasismanum var mjög veikburða, og það var ekki langt liðið á sjötta áratuginn þegar þýski kommúnistaflokkurinn hafði verið bannaður að nýju — um leið og sjálft 166
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.