Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 68
Tímarit Máls og menningar
eins og Wallraff sjálfur blandar sér mismikið inn í það ástand sem hann lýsir.
Sameiginleg er þeim tilhneigingin til að persónugera samfélagslegar afstæður,
scm Wallraff hefur oft verið gagnrýndur fyrir. I fyrrnefndri grein andmælir
Oskar Negt þeirri gagnrýni og bendir á að það er einmitt persónugervingin sem er
eitt árangursríkasta bragð Bild. Að dómi Negts tjáir persónugervingin, rétt eins
og tilhneigingin til að beita stereotypum, ósk um að samfélagið verði gagnsærra.
A öðrum stað hefur hann orðað það svo að hér sameinist „afturhaldssöm ósk
um að einfalda samfélagsafstæðurnar frelsandi þrá eftir að skilja þær“.30 Negt
telur mikilvægt að sósíalistar reyni að andæfa vitundariðnaðinum á þessu sviði,
og að sú sé ætlun Wallraffs. I Bild er persónugervingunni beitt til að gera
samfélagsleg vandamál að einkamálum, ætlun Wallraffs er að sameina vonir og
andófsafl hinna undirokuðu í persónu sem þeir geta fundið sig i. Hér má
minnast stórskemmtilegrar frásagnar hans af Gerling-fyrirtækinu. Wallraff réð
sig sem sendil og í einum matartímanum snaraði hann sér að borði forstjóranna
í þessu nákvæmlega stigskipta fyrirtæki og heimtaði fínan mat og dýrustu veigar
rétt eins og þeir. Húmorinn var sá að enginn vissi hvernig í ósköpunum ætti að
bregðast við svo einstakri ósvífni, og undirsátunum var skemmt. Eftir að hafa
birt frásögn sína, sem vakti talsverða athygli, hélt Wallraff fund með starfsfólki
stórfyrirtækisins, þar sem margar faglegar kröfur voru mótaðar, en slíkt hafði
ekki gerst áður á þeim bæ.}' Viðleitnin gagnvart Bild er sú sama. Vitni ákœr-
andans er safn nokkurra frásagna af einstaklingum sem hafa orðið undir Bild-
vélinni, en bókin inniheldur líka skýrar leiðbeiningar um hvað aðrir geti gert við
svipaðar aðstæður.
Það er fleira sem Wallraff hefur verið gagnrýndur fyrir, sem von er. íhalds-
öflin hafa sagt að hann sé lélegur rithöfundur og að viðfangsefni hans eigi
ekkert erindi i bókmenntirnar. I þau fjölmörgu skipti sem Wallraff hefur verið
dreginn fyrir dómstóla hefur athyglin beinst alfarið að aðferðum hans en ekki
því sem þær hafa leitt í ljós. Vinstrimenn hafa gagnrýnt hann fyrir að fást alltof
mikið við undantekningartilvik og vekja þar með tálsýnir um að það séu bara
einstaka þættir sem þurfi að lagfæra í samfélaginu, grundvallargerð þess þurfi
ekki að hrófla við.52 Auðvitað hefur Wallraff orðið til þess að verkafólk hefur
getað bætt aðbúnað sinn á einstaka vinnustöðum, og varla vilja menn harma
það. Spurningin um undantekningartilvik og grundvallargerð er heldur alls
ekki svona einföld. í verkum Wallraffs eru það þróunartilhneigingar eins og
tilraunir auðmagnsins til að gernýta vinnuafl verkafólks, skortur á lýðræðis-
hefðum í samfélaginu, samtenging pólitískra og efnahagslegra hagsmuna og
réttlætingarerfiðleikar auðvaldsins eru í brennidepli. Þetta eru tilhneigingar sem
186