Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 87
Það er menning . . .
og lítils virði. Karlamenningunni er stillt upp sem fyrirmynd og eftir henni eiga
konur að keppa. Þetta er t. d. hugmyndafræði Simone de Beauvoir og fjöl-
margra málsvara jafnréttis og kvenréttinda, meira og minna ómeðvitað þó.
— En nú var ég komin á sporið. Eg skildi að kvennamenningin er mikils
virði, merkileg og margbreytileg og að konur eru ekki aumar og óvirkar heldur
duglegar og sterkar. Sem betur fer hefur tæknihyggjunni ekki tekist að ganga
endanlega af kvennamenningunni dauðri þó að nærri henni hafi verið höggvið.
Hið sama er að segja um sjálfsmynd kvenna. Hún hefur um langan aldur verið
að fölna og slævast og vansæld margra kvenna nú stafar að minni hyggju ekki
hvað síst af skorti á heilbrigðri og sterkri sjálfsmynd.
— Og síðan fór ég að velta málunum fyrir mér af enn meiri alvöru. Hvað
hefur gerst með kvennamenninguna, með heimilin, með sjálf lífsskilyrðin?
Hefur ekki alvarleg röskun átt sér stað? Ef svo er, hvenær hófst hún og hvernig
hefur hún þróast? Svörin við þessum spurningum eru í huga mínum nokkurn
veginn á þessa leið:
— Núverandi tímaskeið í sögu mannsins hófst á endurreisnartimanum og er
nú að renna skeiðið á enda. í upphafi þessa timabils tók verulega að raskast
jafnvægið milli manns og náttúru. Karlar gerðu sig ekki lengur ánægða með að
vera bændur og feður, heldur hófu þeir að brjótast burt frá náttúrunni, út í hið
óþekkta. Þeir fundu lönd og álfur og brutu undir sig svokallaðar frumstæðar
þjóðir. Jafnframt þessu taka þeir að lita á náttúruna sem óvin sem þurfi að sigrast
á. Þar með hefst valdaskeið hvitra karla í veröldinni. Konurnar fylgdu ekki með
í öllu þessu umróti. Þær voru skildar eftir heima til að halda heitum arninum
fyrir húsbóndann þegar hann kæmi heim úr frækilegum ferðum. Þetta heim-
ilisöryggi var körlum nauðsynlegt, þeir þurftu að hafa einhvern fastan punkt i
tilverunni. Það veitti þeim kjark til að bjóða náttúrunni byrginn og níðast á
henni.
— Fram til þessa hafði rikt visst jafnvægi milli karlastarfa og kvennastarfa
(karla- og kvennamenningar). Vissulega var þjóðfélagið karlveldissinnað
(patriarkalskt) en þetta forna samfélag gat ekki verið einn dag án kvennanna.
Þær einar réðu yfir þekkingu og kunnu þau störf sem samfélagið gat ekki án
verið og hvort tveggja veitti það þeim öryggi, völd og virðingu. Þær höfðu því
sterka sjálfsmynd og fengu daglega staðfestingu á henni alveg á sama hátt og
karlar. Verksvið kvennanna i hinni fornu skipan var mjög rúmt. Það var ekki
einvörðungu að þær væru virkar í framleiðslunni, gerðu allan mat og föt, væru í
fjósi og á akri, heldur vissu þær allt sem vita þurfti um börn og barnauppeldi og
þær einar þekktu og kunnu að fara með læknisdóma bæði fyrir menn og
205