Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 76
Tímaril Má/s og menningar
ákærð var fyrir galdra. Að lokinni þeirri .óþægilegu yfirheyrslu1 hafði stúlkan
loks játað að hafa fætt af sér mús.“ Þetta er ég að skrifa á ritvélina mína þegar ég
heyri Klampf segja í símann: „Herra Kunde, eruð þér enn á lífi?“ (Við mig, um
leið og hann heldur fyrir símatólið: „Hann er þegar búinn að éta 20 svefntöfl-
ur“.)
í símann: „Er Ingrid ekki enn komin aftur til yðar?“ (Hann bendir á
ljósmyndina þar sem herra Kunde faðmar að sér vinkonu sína sem er tuttugu
árum yngri en hann).
Klampf (í símann) „Hvað eruð þér að segja, allur skorinn? Ekki nógu djúpt?
Skárra er það nú!“
(I hálfum hljóðum við mig: „Því miður ekki nógu djúpt.“)
I símann: „O, herra Kunde, þetta eru ekki nema látalæti. Þér þorið það bara
alls ekki.“
Svo leggur hann tólið á. I fyrstu held ég að Klampf sé að gabba mig, að þetta
sé einhvers konar hrollvekjandi brella. En hann bendir á ljósmyndina af ungu
trúlofuðu stúlkunni, hárri, dökkhærðri stúlku, við hliðina á rosknum manni
með yfirskegg sem gæti minnt á sígauna. „Ég er búinn að tala við kerlinguna
hans,“ segir Klampf. „Hún er hörkutól, kerlingin. Hún vill halda áfram að njóta
lifsins og er stungin af með ungum peyja. Hún segir: ,Látum hann bara‘.“ Og
svo segir Klampf af nautn og velþóknun: „Sagan fær þessa fyrirsögn: ,Látum
hann bara‘. Það verður góð saga, og myndina er ég búinn að fá.“
„Hefurðu hringt í lögregluna eða læknavaktina?" spyr ég.
„Ónei“, segir Klampf og brosir sinu barnslega sælubrosi. „Þá hef ég enga
sögu á morgun.“
„Þú ert brjálaður,“ segi ég.
(Ég reyni að vera rólegur. Klampf er búinn að þjóra talsvert af þýsku koniaki.
Kannski er þetta bara sjónarspil).
Enn einu sinni er hringt. Klampf tekur upp tólið: „Nei, heyrið þér nú, herra
Kunde, hvernig stendur á því að þér eruð ennþá lifandi? Þá hljóta svefntöflurnar
að hafa verið of veikar? — Hlustið nú vel á mig — eruð þér annars fær um að
skilja mig? Hlustið þá á. Þér skuluð drekka yður augafullan. Farið fyrst niður og
kaupið yður flösku af brennivíni.“ (Hér er ég ekki alveg viss um hvað vakir fyrir
Klampf. Hvort hann er kominn á aðra skoðun og vill fá Kunde ofan af
áformi sínu, eða hvort ráðleggingarnar um að drekka sig augafullan séu til þess
gerðar að fjarlægja síðustu hömlurnar gagnvart sjálfsmorðinu, svo Klampf eigi
„sögu“ á morgun . .. „BILD var á staðnum . . .“)
Uwe Klöpfer virðist líka vera á báðum áttum. Hann stendur álengdar og
194