Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 30
Tímarit Máls og menningar
V
Þessi staða mannsins kemur þegar fram í nafni kvæðisins og fyrstu orðum þess.
I hálfri ljóðlínu, Me'r dvaldist of lengi, fáum við innsýn í sögu heillar ævi, sögu
um heft og ófullnægt líf sem sá sem í ljóðinu talar lítur yfir með söknuði.
Ævi hans endurspeglast í lýsingu mannsbarnsins sem er að villast á heiðinni,
barnsins sem hefur villst af leið. Hugmyndina um barnið sem hið upprunalega
sem eyðileggst sjáum við einnig í myndinni af sprekunum sem eru bamsmá og
brotgjöm og eru hvít á lit eins og sakleysið og einnig dauðinn.
Að heim er markmiðið og andstæða heiðarinnar kemur fram í þvi hvernig
sjálft orðið er staðsett. Það er ekki aðeins síðasta orð kvæðisins — áður en
óendanleikinn tekur við — heldur einnig síðasta orð ljóðabókarinnar.Þannig
birtir það eins konar niðurstöðu allrar bókarinnar, um leið og það myndar
afgerandi andstæðu við fyrstu orð hennar, nafnið Á Gnitaheiði. Þetta sama
samband milli heim og heiði sjáum við svo í byggingu kvæðisins, þar sem
endurtekningin og rímið tengir fyrstu og fjórðu ljóðlínu við þá síðustu: heiði\
hetóv. leiðina heim, og hrynjandi þessara síðustu orða leiðina heim eins og vísar út
af heiði.
Við ævilok stendur ég ljóðsins við upprunans lind, lœkjardrag, og hefur
andstætt mannsbarninu, sem enn er að villast, fundið leiðina sem liggur heim —
þótt um seinan sé. Þetta kemur greinilegast fram á sögnunum finna: villast, en
einnig í andstæðum náttúrulýsinganna: ég finn lynggróna kvos við lcekjardrag:
mannsbam á rnyrkri heiði sem villist í dimmunni. Óhugnaðurinn við villu manns-
barnsins er sá sami og tengdist ferð eg-sins í fyrstu ljóðlínunni.
Á sama hátt og eldurinn miðlar milli eyðingar og upprisu, miðlar hann milli
ég ogpú í kvæðinu, og stendur einnig að formi til á milli þeirra. Eldurinn sem
tendrast í myrkrinu á að vísa veg til uppsprettunnar, til sjálfumleikans, en
jafnframt til annarrar manneskju. Hlýjan af eldinum er einnig mannleg hlýja
eins og sjá má í þessari setningu sem birtir ósk um samband og samkennd
manna: vitjaðu mín, vermdupig snöggvast við eldinn, bæn sem ávarpið 0 mannsbam
eykur að styrk og merkingu. Á sinn hátt flytur kvæðið því boðskap þess að
mannleg samkennd og samskipti séu nauðsynlegar forsendur fyrir því að þeir
geti fundið sjálfa sig og sinn stað í tilverunni.
148