Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 56
Tímarit Máls og menningar
hinn þunglamalegi stíll. En þessi skýra symbólík er líka til i eldri verkum Bölls,
sbr. sauði og hafra Billjardsins. Samfélag Bölls er vettvangur átaka góðs og ills.
Stundum getur það orðið til að draga broddinn úr ádeilunni: Því skyldi Blaðið
hafa svona mikil áhrif á hina góðu og hreinhjörtuðu alþýðu?
Adeilan hefur mjög siðferðilega undirtóna, fulltrúar ráðandi samfélagsafla
eru hræsnarar. Og ádeilan verður bitrust, þegar Blaðið og lögreglan gera atlögu
að einkavettvangi fólks. Beiskja einkennir lengsta höfundarinnskotið, sem snýst
einmitt um símhleranir (s. 134—8), enda hafa aukin umsvif þýsku leyniþjón-
ustunnar orðið Böll tilefni annarrar stuttrar sögu, Fregna af hugarfari þjóðar-
innar. Stofnanir hins borgaralega samfélags eru skoðaðar andspænis yfirlýstum
markmiðum sínum og léttvægar fundnar. Réttlætingar þeirra verða fráleitar,
eins og þegar fulltrúar yfirvalda verja Blaðið með tilvísun til prentfrelsis. Hinn
opinberi borgaralegi vettvangur, svo vísað sé í Habermas,15 er orðinn skrípa-
mynd af sjálfum sér, og Blaðið á þar stóran þátt.
Þegar svo er komið er auðvitað staða bókmenntanna önnur, áhrifamögu-
leikar þeirra minni. Böll vísar sjálfur til þeirrar staðreyndar á einum stað í
bókinni. Það er undir lokin sem Blorna vinur Katrínar er staddur á málverka-
sýningu þar sem hann rekst á kunningja sinn, sem brást henni illa þegar á reyndi
og skiptir engum togum að til átaka kemur og annar þeirra fær blóðnasir.
Málarinn grípur blóðdropana á þerripappír og kallar „one-minute piece of art“
— segi menn svo að listin hafi ekki lengur félagslegt hlutverk, bætir höfundur
við (s. 179).
Ekki er nú listin algerlega máttvana andspænis fjölmiðlunum. Bók Bölls
hlaut í það minnsta mikla útbreiðslu. Forlagið Kiepenheuer og Witsch seldi af
frumútgáfunni 170 þúsund eintök á tveimur árum, en auk þess birtist hún líka
í Spiegel sem selst í tæpri milljón eintaka. 1976 kom bókin út í vasabókarbroti
og var prentuð í 450 þúsund eintökum. Hún kom út í 16 þjóðlöndum auk
þeirra sem þýskumælandi eru, og hátt á aðra milljón sá kvikmyndina í Þýska-
landi. Bókin kom af stað þó nokkurri umræðu, en eins og sýnt er fram á í nýlegri
könnun'6 hlaut hún ítarlegasta umfjöllun og efnislega gagnrýni í minni blöð-
um, stórblöðin voru fálátari og yfirleitt neikvæðari í stuttum umsögnum
sínum. Bild sjálft gat bókarinnar í 13 linum, og virðulegasta blað Springers,
Welt am Sonntag, hætti að birta sölulista bókamarkaðarins þegar Katrín hafði
trónað of lengi í efsta sætinu. Springerpressan fór eins með kvikmyndina sem
gerð var eftir sögunni, reyndi að þegja hana í hel, þó birtist „umsögn“ í Bild
undir fyrirsögninni: „Böll-mynd: sena í handriti hryðjuverkanna.“ Yfirleitt
tengdi íhaldið bókina við réttlætingu á starfsemi hryðjuverkamanna, og t. d.
174