Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 56
Tímarit Máls og menningar hinn þunglamalegi stíll. En þessi skýra symbólík er líka til i eldri verkum Bölls, sbr. sauði og hafra Billjardsins. Samfélag Bölls er vettvangur átaka góðs og ills. Stundum getur það orðið til að draga broddinn úr ádeilunni: Því skyldi Blaðið hafa svona mikil áhrif á hina góðu og hreinhjörtuðu alþýðu? Adeilan hefur mjög siðferðilega undirtóna, fulltrúar ráðandi samfélagsafla eru hræsnarar. Og ádeilan verður bitrust, þegar Blaðið og lögreglan gera atlögu að einkavettvangi fólks. Beiskja einkennir lengsta höfundarinnskotið, sem snýst einmitt um símhleranir (s. 134—8), enda hafa aukin umsvif þýsku leyniþjón- ustunnar orðið Böll tilefni annarrar stuttrar sögu, Fregna af hugarfari þjóðar- innar. Stofnanir hins borgaralega samfélags eru skoðaðar andspænis yfirlýstum markmiðum sínum og léttvægar fundnar. Réttlætingar þeirra verða fráleitar, eins og þegar fulltrúar yfirvalda verja Blaðið með tilvísun til prentfrelsis. Hinn opinberi borgaralegi vettvangur, svo vísað sé í Habermas,15 er orðinn skrípa- mynd af sjálfum sér, og Blaðið á þar stóran þátt. Þegar svo er komið er auðvitað staða bókmenntanna önnur, áhrifamögu- leikar þeirra minni. Böll vísar sjálfur til þeirrar staðreyndar á einum stað í bókinni. Það er undir lokin sem Blorna vinur Katrínar er staddur á málverka- sýningu þar sem hann rekst á kunningja sinn, sem brást henni illa þegar á reyndi og skiptir engum togum að til átaka kemur og annar þeirra fær blóðnasir. Málarinn grípur blóðdropana á þerripappír og kallar „one-minute piece of art“ — segi menn svo að listin hafi ekki lengur félagslegt hlutverk, bætir höfundur við (s. 179). Ekki er nú listin algerlega máttvana andspænis fjölmiðlunum. Bók Bölls hlaut í það minnsta mikla útbreiðslu. Forlagið Kiepenheuer og Witsch seldi af frumútgáfunni 170 þúsund eintök á tveimur árum, en auk þess birtist hún líka í Spiegel sem selst í tæpri milljón eintaka. 1976 kom bókin út í vasabókarbroti og var prentuð í 450 þúsund eintökum. Hún kom út í 16 þjóðlöndum auk þeirra sem þýskumælandi eru, og hátt á aðra milljón sá kvikmyndina í Þýska- landi. Bókin kom af stað þó nokkurri umræðu, en eins og sýnt er fram á í nýlegri könnun'6 hlaut hún ítarlegasta umfjöllun og efnislega gagnrýni í minni blöð- um, stórblöðin voru fálátari og yfirleitt neikvæðari í stuttum umsögnum sínum. Bild sjálft gat bókarinnar í 13 linum, og virðulegasta blað Springers, Welt am Sonntag, hætti að birta sölulista bókamarkaðarins þegar Katrín hafði trónað of lengi í efsta sætinu. Springerpressan fór eins með kvikmyndina sem gerð var eftir sögunni, reyndi að þegja hana í hel, þó birtist „umsögn“ í Bild undir fyrirsögninni: „Böll-mynd: sena í handriti hryðjuverkanna.“ Yfirleitt tengdi íhaldið bókina við réttlætingu á starfsemi hryðjuverkamanna, og t. d. 174
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.