Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 112
Tímarit Aláls og menningar
öðrum. A meðan umbótahyggjan ræður vitund verkalýðs stendur hann ber-
skjaldaður gagnvart þessum árásum.
Auðmagnsupphleðslan gengur í gegnum þessi skeið hvað eftir annað, en
ávallt á hærra stigi en fyrr. Með því er átt við að auðmagnið vex við hverja
hringrás og eins hlutfall þess gagnvart lifandi vinnuafli. Jafnframt er átt við það
að framan af sögu auðmagns er þessi þróun ekki samstiga á hinum ýmsu
sviðum, en hún færist æ meira í það horf. Loks hefur endurtekning hringrásar-
innar það í för með sér að forkapítalískir framleiðsluhættir þurrkast smám
saman út og sífellt fleiri samfélagssvið eru aðlöguð æ markvissara að þörfum
auðmagnsupphleðslunnar.
Vitaskuld hefur skólinn verið háður auðmagnsupphleðslunni alla sögu
kapitalismans. Samt hefur fram á okkar dag verið fjallað um skóla eins og hann
kæmi atvinnultfi og auðmagni lítið við. Með hærra þróunarstigi auðmagns er
skólinn beygður æ markvissar að þörfum þess og í orðum og gerðum skóla-
skipuleggjenda er tekið að huga að tengslum skóla og atvinnulífs. — Reyndar er
í vaxandi mæli leitast við að sjá eitthvert heildarsamhengi sem ríkisafskiptin,
þ. á m. skólaumbætur, eru liður í, enda þyngist stöðugt róður auðmagnsupp-
hleðslunnar svo að aukinnar samstillingar er þörf. — Þegar borgaralegt ríki aflar
þekkingar um heildarsamhengi samfélagsþáttanna, gengur það út frá auð-
skipulaginu sem eilífri staðreynd, hefur þannig í raun hagsmuni auðmagnsins
að leiðarljósi. Því verður þekking þess á samfélagslegu samhengi rangsnúin og
myrk, en verkefni marxískrar gagnrýni er einmitt að svipta þokuhjúpnum af
þekkingaröflun borgaralegrar fræðimennsku og afhjúpa eðli þeirra samfélags-
legu tengsla sem hún veitir rangsnúna mynd af.
4. Þróun skóla
Ef litið er á þróun skólakerfis háþróaðra auðvaldsríkja á þessari öld, án sam-
hengis við samfélagið að öðru leyti, gefur það yfirborðsmynd sem er einhvern
veginn á þessa leið:
— Skyldunám er orðið lengra og almennara.
— Boðið er upp á skipulegt nám og starfsþjálfun í æ fleiri greinum, og á það
bæði við um verkafólk, ríkisstarfsmenn og aðrar millistéttir.
— Æðri menntun tók mikinn vaxtarkipp fyrir 10—20 árum.
— Endurmenntun hefur breiðst verulega út og „símenntun“ þótt æ eftir-
sóknarverðari.
— Hefðbundið iðnnám sætir vaxandi árásum, og þróunin er sú að skóla-
ganga leysi meistaranám af hólmi.
230