Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 40
Tímarit Alá/s og menningar
ingarlaus með kaffibollann og sokkinn í höndunum. Konan opnaði
munninn. En í sömu svifum fékk hún högg á hann. Það sprakk fyrir, og
konan vöðlaði einhverju uppi í sér, síðan gubbaði hún brotnum gervi-
tönnum á disk og horfði eymdarleg á brotin.
Eiginmaður hennar hafði nú áttað sig og ætlaði að ráðast til atlögu
með sokkinn, en mágur hans gekk rólegur í fasi að dyrunum og sagði:
Snertu mig ekki.
Maðurinn hafði ekki fleiri orð, heldur fór rakleitt á lögreglustöðina og
gaf sig fram.
Lokið mig inni, bað hann. Eg hef gerst sekur um líkamsárás.
Maðurinn hlaut ekki þungan dóm. Systirin bar enga ákæru fram á
hendur honum, og sú miskunnsemi virtist hleypa illu blóði í manninn.
Kannski hlýt ég þyngri refsingu, þegar ég lem hana á ný, sagði
maðurinn.
Maðurinn sat í fangelsi í hálfan mánuð. Eftir það var hann fluttur á
vinnuhæli. Hann stundaði sína vinnu af kostgæfni, þögull og undirgef-
inn. Eiginkona hans og systir ætluðu að heimsækja hann á vinnuhælið.
Heimsóknina bar upp á sunnudag. Hann sat einn ; klefa sínum, þegar boð
var gert eftir honum.
í fangelsi er maður þó frjáls til að vera ófrjáls og einn, sagði hann og
neitaði að ræða við konurnar.
Fangavörðurinn skilaði svarinu, og bætti við kveðju frá eigin brjósti.
Konurnar áttuðu sig ekki á jafn einkennilegu svari. Þeim fannst þess
vegna að maðurinn hlyti að vera ekki alveg heill á geðsmunum.
Eftir rúma ársvist í fangelsinu hlaut maðurinn náðun. Einhverra hluta
vegna grunaði hann, að systir hans og kannski eiginkonan hefðu beitt
áhrifum sínum til að fá hann lausan. En fangavörðurinn neitaði því og
sagði stuttaralega:
Hvorug þeirra ræður réttarfarinu í þessu landi.
Eg brýt þá bara af mér á ný, sagði maðurinn.
Og hann framdi nýtt afbrot, og eftir hálfan mánuð var hann kominn
aftur á vinnuhælið. í þetta sinn hlaut hann þyngri dóm.
í einangruninni í fangelsinu fór maðurinn smám saman að leiða
hugann aftur að eiginkonunni. Konan þvældist fyrir honum í svefnrof-
158