Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 51
Bókmenntir gegn gulri pressn
dæmis að taka hefur verið sýnt fram á að Bild-lestur er útbreiddastur meðal
svonefndra „lægn“ félagslegra laga, 51% af lesendum blaðsins tilheyra verka-
lýðsstétt, og er það 12 hundraðshlutum hærra hlutfall en hjá þeim dagblöðum
sem fást í áskrift. Bild hefur dafnað mjög samfara þeirri einokunarþróun sem
orðið hefur á vestur-þýskum dagblaðamarkaði; á 25 árum eftir stríð fækkaði
blaðforlögum um helming, en þessi þróun virðist hafa stöðvast í bili, kannski
vegna þess að dreifing staðbundinna blaða er nú með þeim hætti að þau keppa
ekki lengur innbyrðis.
Axel Springer, sem hefur það kostulega millinafn Caesar, er sjálfsagt orðinn
jafnfrægur blaðakóngur og William Randolph Hearst, og jafn afturhaldssamur.
Forlag hans er að vísu hlutafélag, en Axel kallinn á sjálfur meirihlutann og hann
er stjórnarformaður fyrirtækisins. Árið 1975 drottnaði hann í þeirri stöðu yfir
120 þúsund starfsmönnum og velta fyrirtækisins nam 1,27 milljarði þýskra
marka. Springer ræður næstum þriðjungi dagblaðamarkaðarins í Sambandslýð-
veldinu; auk Bild á hann stærsta blaðið í Berlín, B.Z., og í Hamborg (Ham-
burger Abendblatt), hann gefur út hið virðulega dagblað Die Welt (uppl. ca.
214.000), hann á tvö bókaforlög og útbreiddasta vikublað Þýskalands, Hör Zu
sem kemur út í 4 milljónum eintaka. Springer hefur mikil afskipti af sínum
ritstjórum og þeirri pólitísku linu sem birtist í blöðum hans. Sjálfur á hann það
til að halda ræður og skrifa greinar, og jafnvel taka afurðir sínar saman í bækur,
sem eru í þessum hálfupphafna áminningarstíl, blönduðum sterkum and-
kommúnisma og minna einna helst á pólitísk skrif Matthíasar Johannessen.
Afurðir Springer-hringsins eru mjög ódýrar, enda auglýsingar aðaltekjulindin,
600 milljónir marka koma þaðan árlega.' Auðvitað hættir fyrirtækið ekki undir
neinum kringumstæðum á að svo auðug náma lokist.
Það mun hafa verið um það leyti sem Berlínarmúrinn var reistur sem
Springer tók að stýra blaðaflota sínum til orustu við heimskommúnismann, og
yfirleitt allan sósíalisma. Þegar stúdentar fóru af stað á sjöunda áratugnum fengu
þeir heldur betur orð í eyra hjá Springerpressunni. Júrgen Alberts hefur í riti um
Bild8 bent á að aðferð blaðsins var í höfuðatriðum sú að neita lesendum sínum
um hvers kyns upplýsingar um markmið stúdentanna um leið og þeir voru
felldir inn í hegðunarmynstur sem sögð voru einkenna kommúnista, fasista og
menntamenn. Stúdentarnir voru sýklar í þjóðarlíkamanum, sem Bild hafði
einsett sér að uppræta í þágu lesenda sinna. Stúdentar svöruðu með margs kyns
aðgerðum gegn Springerforlaginu.
Þeir sökuðu Springer um að misbeita aðstöðu sinni og kröfðust þess að forlag
169