Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 78
Tímarit iWáts og menningar
Michael Bartz á í baráttu við samvisku sína, og Gísela Schönberger, sem
ennþá kemur manni næstum barnslega íyrir sjónir, reynir að tala um fyrir
honum með einstöku harðlyndi.
Bartz hefur rannsakað sögu um byssuóðan ungan mann sem skotið hefur á
nokkra hunda í nágrenni Hannover og þar með stefnt í hættu lífí og limum
barna sem þar voru að leik. Sagan hefur þegar legið í nokkra daga á skrifborði
Schwindmanns. Honum fannst ekkert púður vera í henni — sennilega með
réttu, miðað við hans eigið sjónarmið — og hann lét hana liggja, tók hana svo
einn daginn fram ásamt öðrum völdum greinum upp á 25 línur (löng grein), en
frestaði henni síðan enn á ný. Svo hringir gömul móðir piltsins með skotvopnin
í Bartz. Hann er alveg miður sin eftir samtalið, þar sem hann hafði reynt
árangurslaust að sefa gömlu konuna. „Henni er alvara um að hún muni gera
sjálfri sér mein ef þetta verður birt um son hennar. Mér finnst þessi saga ekki
vera þess virði. Við ættum að sleppa henni.“
Hvað gerir Gisela Schönberger þá? Hjálpar hún Bartz? Nei, hún segir: „Þú
ættirað senda afrit afgreininni heim til hennar strax í dag. Ef þú ert heppinn þá
fýrirfer hún sér á einhvern mjög frumlegan hátt: tekur inn eitur og veður út i
tjörn í tunglskini eða eitthvað svoleiðis. Þá hefurðu loksins stórkostlega sögu á
morgun.“
Bartz getur ekki hlegið að þessu. „Eg verð víst að grennslast eftir því hjá
Schwindmann hvort við getum dregið greinina undan.“ Hann kemur aftur.
„Við drögum aldrei neinar fréttir undan, á hverju sem gengur,“ hafði
Schwindmann sagt. Og: „Hvað varðar okkur um sjálfsmorð þessarar konu?“
„Hann vill birta greinina, ég gerði allt sem ég gat...“
Og í raun og veru er fargi létt af Bartz. Að vísu hefur honum ekki orðið neitt
ágengt, sagan verður birt, og þar með er hætta á að það sem Bartz óttaðist svo
mjög aðeins nokkrum mínútum áður verði að veruleika. En nú er það ekki
lengur maðurinn Bartz sem ber ábyrgðina, heldur Schwindmann, yfirmaður
hans — nei, öllu heldur stefna blaðsins, hin heilaga skylda. Fréttir má aldrei
þagga niður. Og enda þótt Bartz reki sig daglega á það eins og allir hinir að
BILD er sífellt að afbaka og fela fréttir tekst honum að mæna í blindni á þessa
háleitu hugsjón. Eg trúði — það var fyrirskipun: Lífsskoðun og fyrirskipun sem
stríðir gegn henni, það var einnig sú blanda sem menn létu sér lynda í Þriðja
ríkinu.
(Að lokum var sögunni samt sleppt — hún þótti of ómerkileg).
Ásthildur Egilson þýddi.
196